Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1953, Side 20

Ægir - 01.05.1953, Side 20
130 Æ G I R og reyna að kynnast af eigin raun við- horfinu til þessara mála. Fóruð þér viða um í Afriku? Ég heimsótti Liberíu, Kamerun, Belgisku Kongó og Nigeriu, en til hins síðastnefnda ríkis hefur megnið af ísl. harðfiskinum farið. Hvað getið þér sagt mér í stuttu máli um þessa nýju viðskiptaþjóð okkar? Svo sem flestir munu vita er Nigeria í Vestur-Afríku og er geysimikið landflæmi eða næstum því tíu sinnum stærra en Is- land. Franskar nýlendur liggja að þvi á þrjá vegu. Dakome að vestan, Súdan að norðan og Kamerun að austan, en að sunn- an veit landið að Guinaflóanum. Stórfljót- ið Niger liðast eftir landinu og í það falla ýmsar minni ár. íbúafjöldinn er 30 mill- jónir og eru það mest allt negrar af fjór- um kynflokkum. Ríkinu er skipt í þrjú ömt, en höfuðborg þess er Lagos, sem jafn- framt er aðalverzlunarsetrið. Ibúar Lagos eru um ein milljón, og mun allt að því tíundi hluti þeirra vera hvítir menn. Nigeria er verndarríki Breta, en að þrem árum liðnum verða Nigeriu-búar sjálfstætt ríki með eigin stjórn. Engin nýlenda í Afríku er jafnauðug og Nigeria og lífskjör fólks eru . betri þar en annars staðar í Afríku. Samgöngur þar eru mjög sæmileg- ar, bæði með flugvélum og járnbrautum. Aðalútflutningsvörur Nigeriu eru kakaó, timbur, gúmmí, bómull, palmolíur, hnet- ur, ávextir, skinn og búðir, því að töluvert er þar af geitum og sauðfé. Kaupgeta í Nigeriu er mikil, og fá bændur nú áttfallt verð fyrir vörur sínar á við það, sem var árið 1939. En stunda þeir ekki fiskveiðar? Jú, mikill fjöldi manna, er býr við ströndina, stundar fiskveiðar, en þó ekki nema hálft árið. I byrjun maímánaðar hefst regntíminn og varir 5—6 mánuði. Meðan hann stendur, er sjór lítið sem ekk- ert stundaður. Við ströndina er mikill straumur og verða bátarnir að sæta lagi að fara á og af miðunum í meðstreymi. Lánist það ekki, draga mótorbátar fiski- báíana á miðin. Fiskibátarnir eru lítil horn, og eru 4—6 menn á hverjum. Þeir veiða jöfnum böndum í net og á handfæri. Fisk- urinn, sem þarna veiðist, er líkastur litlum karfa. Ekki er hægt að þurrka fiskinn á sama hátt og hér er gert sökum þess, hve mikill raki er í loftinu og skordýr, en allan fisk, sein flytja á inn i land, verður að þurrka. Þeir hafa því þann hátt á að þurrka hann við eld. Eru þeir með mýgrút af smá- pottum, sem þeir halda glóð í með viðar-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.