Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1953, Qupperneq 28

Ægir - 01.05.1953, Qupperneq 28
138 Æ G I R Blákarpi. (Polyprion americanum (americanus) Bloch.) MMtMMMMMMMMHMMHUHMU MMMMMW Ný fisktegund við ÍSLAND >MMMMMMMMMMMMMMM%MMM%HMMMMM< Að kvöldi þess 24. marz síðastl. talaði Eirikur Jónsson, Vestmannaeyjum, við mig í síma og tjáði mér, að þá um daginn hefði borizt á land ókennileguí fiskur. Lýsti hann fiskinum lauslega og varð ég litlu nær. Þor- steinn Jónsson útvegsbóndi (Laufási), sem er manna gleggstur á sjaldgæfa fiska, hafði einnig athugað „dráttinn“ og komizt að þeirri niðurstöðu, að hann væri ekki talinn í fiskabók Bjarna Sæmundssonar.1) Fiskurinn var sendur hingað með næstu flugvél, hann hafði verið frystur, var prýði- lega vel hirtur og alveg óskaddaður. Þetta reyndist vera Blákarpi (Polyprion ameri- um eða yfir 550 tegundum, er flokkast í fjölmargar ættkvíslir. Ættin má heita út- breidd um öll höf, einkum á grunnsævi. Fáeinar tegundanna lifa í djúpu vatni, en nokkrar við yfirborð úthafanna. Nokkrar eru í fersku vatni og fáeinar eru tvíkynja.1) Hér er um að ræða beinfiska (Teleostei) og telst ættin til þess undir-ættbálks bein- fiskanna, sem nefnist broddgeislungar (Acanthopterygii), en skyldastir fiskar hér eru karfi, marhnútur, hornsíli o. fl. Lýsing. Blákarpinn er frekar langvaxinn, ekki ósvipað og karfi, ávalur um bolinn og nokkuð hliðflatur, allur þakinn nokkuð canus).2) Hann hafði veiðzt í þorskanet þá um daginn (24. marz) á m/s „Reynir“, Vestmannaeyjum, á 20 faðma dýpi út af Hólsá í Þykkvabæ. Skipstjóri á „Reyni“ er Páll Sigurbergsson. Fiskurinn mældist 66 cm Iangur og var hrygna. Blákarpinn telst til sækarpa-ættarinnar (Serranidae), en hún hefur engan fulltrúa átt áður í fiskaheimi íslands. Það er ein fjölskrúðugasta fiskaætt, sem til er, nreð 1) Bjarni Sæmundsson, íslenzk dýr I. Fiskarnir. Reykjavik 192G. 2) íslenzku lieitin lief ég gert. Á. F. grófgerðu hreistri, einnig á höfði. Nær lireistursþekjan út á uggaræturnar. Hann getur orðið allt að 2 m langur og gengur hæð holsins um það bil þrisvar sinnum upp í heildarlengdinni. Liturinn er venjulega dökkbrúnn eða gráblár á baki (blágrár á þeim, sem hér fannst), dökkgrár eða dökk- gulur á hliðum með Ijósari skjöldum og hvítleitur á kviðinn. Höfuðið er stórt, og þvermál augans gengur 5—6 sinnum upp í lengd höfuðsins og bilið á milli augnanna 1) T. W. Bridge and G. A. Boulenger: Fishes. The Cambridge Natural History. London 1904.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.