Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 12
10
ÆGIR — AFMÆLISRIT
Sjávarútvegur, fiskiðnaður og for-
mennska hafa átt mestan þátt í þessari
gerbyltingu. Þessar atvinnugreinir hafa
ekki einungis endurnært sig til aukinnar
þróunar og athafnagetu, heldur jafn-
framt, beint og óbeint, lagt stein í hverja
einustu hleðslu, sem afkoma þjóðarinnar
hvílir á.
Það hefði verið óeðlilegt, ef höfuðat-
vinnuvegur íslendinga hefði ekki haft
neitt tímarit við að styðjast á þessum
breytingatímum og öld hinnar miklu rit-
mennsku. Hermann frá Þingeyrum og
Matthías frá Móum voru að vísu ólíkir
um margt, en áttu það sameiginlegt að
vera hugsjóna- og framkvæmdamenn, og
þess vegna eignuðust aðalatvinnugreinir
Islendinga sín fagtímarit svo snemma
sem raun sannar. — Ef litið er yfir Ægi
frá upphafi, verður ekki um það villzt,
að hann hefur leitazt við að vera ætlunar-
verki sínu trúr og reynt að haga boðskap
sínum og fræðslu í samræmi við breytt
viðhorf tímans. Að sjálfsögðu er sá, er
ritstýrt hefur honum í rösklega þriðjung
ævi hans, ekki til þess fallinn að vera
réttdæmur um það, hversu til hefur tek-
izt hverju sinni. En efalaust má þó telja,
að á blöðum hans varðveitist svo mikið
um fiskveiðar, fiskiðnað, fiskirannsóknir
og farmennsku landsmanna, að e,kki sé á
einn stað annan að leita, þar sem sajnan
er kominn meiri fróðleikur um þessi efni.
Og hin síðustu ár fyllir hann einnig í æ
ríkari mæli í ýmis opin skörð í hagsögu
landsmanna.
Nú vita það ahir, sem handgengnir eru
fiskveiðitímaritum annarra þjóða, að þau
eru eigi öll steypt í sama mót, þótt ætl-
unarverk þeirra sé svipað. Sinn siður
þykir henta á hverju heimili. Ægir ber
nú ríkast svipmót þess fiskveiðatímarits
Norðmanna, sem lengst og bezt hefur
verið til vandað og gefið er út af þar-
lendri stofnun, sem hliðstæðust má telj-
ast Fiskifélagi íslands.
Er þar ekki óvöldum að líkjast, og ættu
Islendingar vel að kunna að meta slíkt.
Og þegar ég nú árna þessum gamla góð-
vini allra heilla, svo og forsjármönnum
hans og lesendum fornum sem nýjum, er
mér það ríkast í geði, að hann megi um
sem flestar dyr berast og ætíð og alls
staðar vera fagnað til fróðleiks og lær-
dóms.
SAMLAG SKREIÐARFRAMLEIÐENDA
AÐALSTRÆTI 6 - REYKJAVÍK
Stærsti útílytjandi
skreiðar frá íslandi
SlMI 24303
SÍMNEFNI: STOCKFISHUNION