Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 39

Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 39
ÆGIR — AFMÆLISRIT 37 kreppuástand ríkti meðal útgerðarmanna. Því olli fyi’st og fremst verðfall á verk- uðurn saltfiski á Spáni, en það land var um langa hríð aðalkaupandi að saltfisk- framleiðslu Islendinga. Minnkaði sá út- flutningur nú stórlega. Mátti heita, að öll útgerð íslendinga væri í molum um tíma, enda þótt aflabrögð væru góð sum árin. Skipastóllinn á þessu tímabili ber merki þessa kreppu ástands. Fiskiskipum fækk- ar í öllum flokkum, eins og tafla sú, sem hér fer á eftir ber með sér, en í árslok 1935 var fiskiskipastóllinn þessi: Botnvörpuskip 37 tals 12430 br. rúml. Línugufuskip 31 — 3515 — — Vélb. yfir 30 lestir 81 — 4746 — — Vélb. undir 30 1. 509 — 5822— — 658 tals 26513 br. rúml. Seglskipin eru nú alveg úr sögunni. Fiskibátarnir eru flestir smáfleytur, sem marka má af því, að meðalstærð báta undir 30 lestum er aðeins 11% lest. Á tímabilinu 1936—1940 gerðust þau tíðindi, sem marka tímamót í sögu ís- lenzkra útgerðannála. Frá ársbyrjun 1936 til þess er heimsstyrjöldin hófst, voru útveginuim afar erfið. Afli var oft- ast rýr og þungir skuldabaggar þjökuðu útgerðarmenn. Var svo komið, að hið op- inbera varð að skerast í leikinn til hjálp- ar útgerðinni með kreppulánum og síðar gengisfellingu. Það liggur í augum uppi, að ekki gat verið um endurnýjun fiski- flotans að ræða svo nokkru næmi. Þó var jafnan um nokkra endumýjun vélbáta að ræða, en í svo smáum stíl, að þess gætti ekki að ráði. Um togarana er það að segja, að þar var ástandið hið alvarleg- asta. Var svo komið, að í lok þessa tíma- bils var meðalaldur togaranna 20 ár og gefur auga leið hversu erfiður rekstur svo gamalla skipa var. Hins vegar var meðalaldur línuveiðaranna 36 ár, og var erfitt og kostnaðarsamt að halda þeim flota sjófærum. Eftir að styrjöldin hófst, jókst mjög eftirspum á íslenzkum sjávar- afurðum, einkum ísfiski, og fór verð þeirra ört hækkandi. Gjör breyttist þá hagur útgerðarmanna, grynnt var veru- lega á skuldum og sumir eignuðust gild- an sjóð. Af styrjaldar ástæðum var þó ekki hægt að hefjast handa um endumýjun fiskiflotans að nokkru ráði, en öllum var ljóst að taka yrði óvanalegt og stórt skref í þessu efni þegar um hægðist. Á þessu tímabili fjölgar fiskibátum yf- ir 30 lestir nokkuð og meðalrúmlesta tala þeirra hækkar, en bátum undir 30 lest- iim fækkar og meðalrúmlestatala þeirra stendur því nær í stað (11% lest). í árslok 1940 er fiskiskipastóllinn þessi: Botnvörpuskip 35 tals 12091 br. lestir Línugufuskip 29 — 3321 — — Vélb. yfir 100 1. 7 — 943 — — •Vélb. 30—100 1. 93 — 4408 — — Vélb. undir 30 I. 416 — 5757— — 580 tals 26520 br. lestir Tímabilið 1941—1945 ber tvö aðalein- kenni. Sjávarútvegurinn rétti við og hon- um safnaðist fé. Á hinn bóginn var skipa- tjón íslendinga í styrjöldinni gífurlegt og manntjón í því sambandi ægilegt. Hefur íslenzka sjómannastéttin ekki goldið slíkt afhroð öðru sinni. Fiskiskipastóllinn rýmaði sífellt og ekki hægt um vik um endumýjun, þó að gnægð fjár væri fyrir hendi. Þó var reynt að halda uppi skipa- smíði innanlands eftir því, sem aðstæður og efnisflutningar til landsins leyfðu. Á árinu 1944 lét ríkisstjómin kanna mögu- leika á því, að fá smíðaða fiskibáta í Svíþjóð. Þessar umleitanir leiddu til þess að samið var um smíði 45 báta þar í landi á vegum ríkisins, 15 um 50 lesta og 30 frá 80—100 lesta en við þá tölu bætt- ust 5 bátar á vegum Reykjavíkurbæjar. Þá heimilaði Alþingi ríkisstjórninni að láta smíða 30 togara erlendis, og tókust samningar um það við brezkar skipa- smíðastöðvar. Við þessa tölu var svo bætt tveimur mótortogurum og hinn 3ja af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.