Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 150
148
ÆGIR — AFMÆLISRIT
súrnað, var hann hitaður upp á nýjan
leik og pressaður í dúkapressum og þann-
ig unnið úr honum pressulýsi. Ekki veit
ég, hve algengt það var, að grútur væri
pressaður, en um 1915 eru pressur not-
aðar í nokkrum bræðslum. Einhverjar til-
raunir voru gerðar til þess að selja
pressukökuna úr landi eftir fyrri heims-
styrjöldina, en ekki munu þær hafa gefið
góða raun. Mér er ekki kunnugt um,
að lifrarmjöl hafi verið framleitt hér á
landi fyrr en 1934 í Vestmannaeyjum, að
minnsta kosti virðist enginn útflutningur
lifrarmjöls hafa átt sér stað fyrr en þá.
Á árunum 1914—1918 voru færðar
sönnur á, að tvennskonar vitamín væri
að finna í þorskalýsi. Segja má, að nýtt
tímabil hæfist í sögu þorskalýsis-fram-
leiðslunnar með þessari uppgötvun. Far-
ið var að leggja meiri áherzlu á lýsis-
gæði en áður var, og eftirspurn eftir
meðalalýsi jókst hröðum skrefum. Nýting
lifrarinnar hér á landi var hvergi nærri
góð með þeim aðferðum, sem notaðar
voru við bræðsluna, og þó átti smæð
bræðslanna og fjöldi einna mestan þátt í
því. Það var spor í rétta átt, þegar út-
vegsmenn í Keflavík og Njarðvík stofn-
uðu til samvinnu um bræðslu lifrar 1911
—1912, en upp úr þeirri samvinnu varð
Bræðslufélag Keflavíkur til, stofnað 1922.
Aðrar verstöðvar voru þó eftirbátar Suð-
urnesjamanna í þessu tilliti. I Vest-
mannaeyjum fluttist bræðslan ekki á eina
hönd fyrr en 1932, þegar Lifrarsamlag
Vestmannaeyja var stofnað. Áður höfðu
bræðslur í Vestmannaeyjum orðið flestar
5 að tölu.
Sameining bræðslna og stækkun átti rík-
an þátt í þeirri þróun, sem átt hefur sér
stað í bræðslutækninni á s.l. 25 árum.
1933 og 1934 voru teknar í notkun í
Keflavíkur- og Vestmannaeyja bræðslun-
um körfuskilvindur til þess að skilja lýsi
úr tættum lifrargrút að aflokinni fleyt-
ingu eftir gufubræðslu. Upphafsmaður
þessarar nýbreytni var Ásgeir Þorsteins-
son, verkfræðingur. Skilvindur þessar
juku til muna meðalalýsismagnið. sem
fékkst úr lifrinni, og var því mikil bót að
þeim. Ekki voru þær þó teknar í notkun
í fleiri bræðslum en þessum tveimur.
1936 var farið að bræða karfalifur á
Sólbakka við Önundarfjörð með lútsuðu-
tækni. Á vertíðinni 1937 var þessi
bræðslutækni yfirfærð á þorskalifrargrút
hjá Bræðslufélagi Keflavíkur. Þar var þá
einnig í fyrsta sinn tekin í notkun hrað-
geng skilvinda við bræðslu þorskalifrar.
Síðan hefur lútsuðan verið tekin upp í
miklum f jölda bræðslna í landinu og er nú
algengasta eftirvinnslutæknin. Lútsuðan
er ef til vill þýðingarmesta nýbreytnin,
sem tekin hefur verið í notkun hér á
landi í sambandi við bræðslu þorskalifrar.
1932 var fyrstu kaldhreinsunarstöð-
inni komið á fót hér á landi, hjá Lýsis-
samlagi íslenzkra botnvörpunga. Fram að
þeim tíma hafði íslenzkt meðalalýsi verið
kaldhreinsað erlendis. Um 1939 eru kald-
hreinsunarstöðvarnar orðnar fjórar, þrjár
í Reykjavík og ein í Vestmannaeyjum.
Eftir síðari heimsstyrjöldina voru
prófaðar margar nýjungar í sambandi
við bræðslu þorskalifrar. I marga ný-
sköpunartogarana voru settir tætarar og
hraðgengar skilvindur til þess að skilja
þorskalifrargrút, en þessi tilraun mis-
tókst af ýmsum ástæðum, og hafa skil-
vindurnar verið teknar úr skipunum síð-
an. Lifrarbræðslutæki, framleidd hjá
skandinaviskum skilvindufyrirtæk j um,
voru einnig reynd í landbræðslum, en
reyndust ekki vel. Mörg afbrigði af soda-
bræðslutækninni, sum af innlendum upp-
runa, voru einnig prófuð með góðum
árangri. Algengasta bræðsluaðferðin, sem
nú er í notkun, fer þannig fram, að lifr-
in er gufubrædd, ýmist heil eða tætt, og
grúturinn síðan sodabræddur. I noklírum
bræðslum er lifrin gufubrædd og grútur-
inn síðan skilinn í skilvindum, oftast að
undangenginni tætingu, stundum þar að
auki að undangenginni langvarandi hitun.
Tvær bræðslur nota bræðsluaðferð, sem
kennd er við Hörð Jónsson (ísl. einka-