Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 150

Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 150
148 ÆGIR — AFMÆLISRIT súrnað, var hann hitaður upp á nýjan leik og pressaður í dúkapressum og þann- ig unnið úr honum pressulýsi. Ekki veit ég, hve algengt það var, að grútur væri pressaður, en um 1915 eru pressur not- aðar í nokkrum bræðslum. Einhverjar til- raunir voru gerðar til þess að selja pressukökuna úr landi eftir fyrri heims- styrjöldina, en ekki munu þær hafa gefið góða raun. Mér er ekki kunnugt um, að lifrarmjöl hafi verið framleitt hér á landi fyrr en 1934 í Vestmannaeyjum, að minnsta kosti virðist enginn útflutningur lifrarmjöls hafa átt sér stað fyrr en þá. Á árunum 1914—1918 voru færðar sönnur á, að tvennskonar vitamín væri að finna í þorskalýsi. Segja má, að nýtt tímabil hæfist í sögu þorskalýsis-fram- leiðslunnar með þessari uppgötvun. Far- ið var að leggja meiri áherzlu á lýsis- gæði en áður var, og eftirspurn eftir meðalalýsi jókst hröðum skrefum. Nýting lifrarinnar hér á landi var hvergi nærri góð með þeim aðferðum, sem notaðar voru við bræðsluna, og þó átti smæð bræðslanna og fjöldi einna mestan þátt í því. Það var spor í rétta átt, þegar út- vegsmenn í Keflavík og Njarðvík stofn- uðu til samvinnu um bræðslu lifrar 1911 —1912, en upp úr þeirri samvinnu varð Bræðslufélag Keflavíkur til, stofnað 1922. Aðrar verstöðvar voru þó eftirbátar Suð- urnesjamanna í þessu tilliti. I Vest- mannaeyjum fluttist bræðslan ekki á eina hönd fyrr en 1932, þegar Lifrarsamlag Vestmannaeyja var stofnað. Áður höfðu bræðslur í Vestmannaeyjum orðið flestar 5 að tölu. Sameining bræðslna og stækkun átti rík- an þátt í þeirri þróun, sem átt hefur sér stað í bræðslutækninni á s.l. 25 árum. 1933 og 1934 voru teknar í notkun í Keflavíkur- og Vestmannaeyja bræðslun- um körfuskilvindur til þess að skilja lýsi úr tættum lifrargrút að aflokinni fleyt- ingu eftir gufubræðslu. Upphafsmaður þessarar nýbreytni var Ásgeir Þorsteins- son, verkfræðingur. Skilvindur þessar juku til muna meðalalýsismagnið. sem fékkst úr lifrinni, og var því mikil bót að þeim. Ekki voru þær þó teknar í notkun í fleiri bræðslum en þessum tveimur. 1936 var farið að bræða karfalifur á Sólbakka við Önundarfjörð með lútsuðu- tækni. Á vertíðinni 1937 var þessi bræðslutækni yfirfærð á þorskalifrargrút hjá Bræðslufélagi Keflavíkur. Þar var þá einnig í fyrsta sinn tekin í notkun hrað- geng skilvinda við bræðslu þorskalifrar. Síðan hefur lútsuðan verið tekin upp í miklum f jölda bræðslna í landinu og er nú algengasta eftirvinnslutæknin. Lútsuðan er ef til vill þýðingarmesta nýbreytnin, sem tekin hefur verið í notkun hér á landi í sambandi við bræðslu þorskalifrar. 1932 var fyrstu kaldhreinsunarstöð- inni komið á fót hér á landi, hjá Lýsis- samlagi íslenzkra botnvörpunga. Fram að þeim tíma hafði íslenzkt meðalalýsi verið kaldhreinsað erlendis. Um 1939 eru kald- hreinsunarstöðvarnar orðnar fjórar, þrjár í Reykjavík og ein í Vestmannaeyjum. Eftir síðari heimsstyrjöldina voru prófaðar margar nýjungar í sambandi við bræðslu þorskalifrar. I marga ný- sköpunartogarana voru settir tætarar og hraðgengar skilvindur til þess að skilja þorskalifrargrút, en þessi tilraun mis- tókst af ýmsum ástæðum, og hafa skil- vindurnar verið teknar úr skipunum síð- an. Lifrarbræðslutæki, framleidd hjá skandinaviskum skilvindufyrirtæk j um, voru einnig reynd í landbræðslum, en reyndust ekki vel. Mörg afbrigði af soda- bræðslutækninni, sum af innlendum upp- runa, voru einnig prófuð með góðum árangri. Algengasta bræðsluaðferðin, sem nú er í notkun, fer þannig fram, að lifr- in er gufubrædd, ýmist heil eða tætt, og grúturinn síðan sodabræddur. I noklírum bræðslum er lifrin gufubrædd og grútur- inn síðan skilinn í skilvindum, oftast að undangenginni tætingu, stundum þar að auki að undangenginni langvarandi hitun. Tvær bræðslur nota bræðsluaðferð, sem kennd er við Hörð Jónsson (ísl. einka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.