Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 104
102
ÆGIR — AFMÆLISRIT
örðugleika að stríða og kom aldrei að því
gagni, sem vonir höfðu staðið til.
Árið 1911 var fyrsta síldarbræðslan
sett á stofn. Fyrir vöruvöndunina var til-
koma síldarbræðslanna mjög mikill ávinn-
ingur, þar sem þá var ekki lengur þörf
á að salta alla síld, er að landi barst.
Fljótlega kom líka að því, að saltsíldar-
markaðurinn var ekki nægilegur, og var
það því síldarbræðslunum að þakka að
unnt var að auka síldveiðarnar eins mikið
og raun varð á.
★
Er heimsstyrjöldin skall á 1914 hófst
geysileg eftirspurn eftir saltsíld sem og
öðrum matvælum. Hinar miklu síldveiðar
í Norðursjónum lögðust niður, og jók það
eftirspurnina enn meira. Saltsíldarfram-
leiðslan norðanlands jókst því stórlega.
Árið 1912 stunduðu 32 íslenzk skip síld-
veiðar, en voru árið 1917 orðin 109.
Fyrstu tvö stríðsárin var síldin eink-
um seld til Svíþjóðar og Noregs, en
Norðmenn seldu hana áfram til Þýzka-
lands o. fl. landa.
Til þess að koma í veg fyrir, að Þjóð-
verjar og bandamenn þeirra fengju ís-
lenzku saltsíldina, keyptu Bretar megnið
af framleiðslunni árið 1916 og því nær
alla framleiðsluna 1917.
Árið 1914 var í fyrsta skipti gerð til-
raun til að selja íslenzka saltsíld til
Bandaríkjanna. Var síldin flokkuð í
stærðarflokka áður en hún var send vest-
ur, og gafst tilraun þessi vel.
★
Skömmu eftir að heimsstyrjöldinni lauk,
hófust erfiðir tímar fyrir islenzka síldar-
útgerð og síldarsöltun. Samkeppnin um
markaðina hófst á ný og framboðið var
flest árin langtum meira en hinir tak-
mörkuðu markaðir þoldu. Algengt var, að
þúsundir og jafnvel tugþúsundir tunna
af íslenzkri saltsíld lægju óseldar á hafn-
arbökkum Kaupmannahafnar, Gautaborg-
ar og fleiri erlendra hafnarborga, eftir að
allir tiltækilegir markaðir höfðu verið yf-
irfylltir.
Strax eftir að síldarsöltunin tók að
færast yfir á íslenzkar hendur, varbyrjað
að gera hana að tekjulind fyrir ríkissjóð
og urðu síldarsaltendur að greiða hátt
gjald af hverri síldartunnu, sem flutt var
út úr landinu.
Við þessar erfiðu aðstæður urðu marg-
ir síldarsaltendur og útgerðarmenn gjald-
þrota, en aðrir töpuðu stórfé. Kom þetta