Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 112

Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 112
110 ÆGIR — AFMÆLISRIT Síldarútskipun í Hafnarfirði verulega, enda hafði mikil breyting til batnaðar orðið á sölufyrirkomulagi og öllu skipulagi í sambandi við síldarsölt- unina. Það voru því mikil vonbrigði, er síldarleysistímabilið norðanlands hófst einmitt um sömu mundir og markaðirnir opnuðust á ný. Á stríðsárunum og árunum eftir stríð- ið varð gjörbylting í framleiðslutækni hjá flestum greinum atvinnulífsins á Is- landi. Fjöldi fullkominna hraðfrystihúsa, síldarverksmiðja, fiskmjölsverksmiðja og annarra fiskvinnslustöðva reis upp um land allt. Á sama tíma hefur aftur á móti öll aðstaða til síldarsöltunar víða farið versnandi. Söltunarstöðvunum hef- ur ekki verið haldið við sem skyldi, og margar verið lagðar niður, enda hefur afkoma síldarframleiðenda verið slík, að fæstir hafa þeir haft ráð á að leggja fram fé til nauðsynlegs viðhalds hvað þá nýbj^gginga. Ástæðurnar fyrir þessu alvarlega á- standi eru ekki hvað sízt þær, að síldar- framleiðendur hafa borið mjög skarðan hlut frá borði, er útflutningsuppbætur hafa verið ákveðnar á undanförnum ár- um, en útflutningsuppbætur á síldaraf- urðir, aðrar en frysta síld, hafa verið miklum mun lægri en á aðrar fiskafurðir og landbúnaðarafurðir. Af þessum sökum hefur orðið að krefj- ast hærra verðs fyrir saltsíldina í ýmsum markaðslöndum en raunhæft getur talizt, og afleiðingarnar hafa orðið þær, að ýms- ir góðir markaðir hafa glatast svo sem í Vestur-Þýzkalandi og Bandaríkjunum, en salan gengið stórlega saman til annarra markaðslanda svo sem Svíþjóðar og Dan- merkur. ★ Aðkallandi verkefni í sambandi við síldarsöltunina eru mörg. Söltunarstöðv- unum þarf að gjörbreyta frá því sem nú er. Það er lítill vafi á því, að með auk- inni vélvæðingu, bættu vinnufyrirkomu- lagi og e. t. v. með söltun í sérstaklega útbúnar þrær mætti auka framleiðsluna verulega, stuðla að aukinni vöruvöndun og lækka framleiðsiukostnaðinn. Finna þarf aðferðir til að flytja síldina óskemmda að landi frá hinum fjarlægari miðum, en það hefur, sem kunnugt er, valdið all miklum erfiðleikum norðan- lands og austan undanfarin ár, að síldin hefur fjarlægzt ströndina þar æ meir og því oft verið óhæf til söltunar, er hún barst að landi. Markaðslönd okkar eru of fá. Jafn- framt því að treysta þá síldarmarkaði, er við nú höfum, verður að kappkosta að vinna nýja markaði, og þá fyrst og fremst þá markaði, sem glatazt hafa á undanförnum árum. Auka verður rannsóknir á göngum og lifnaðarháttum síldarinnar og halda áfram tilraunum með ný veiðitæki. Vit- að er, að við suðvesturströnd landsins er mikið síldarmagn mestan hluta árs. Er leitt til þess að vita, að við skulum ekki geta fært okkur þessa „auðlind" í nyt nema að litlu leyti. Hér er svo mikið í húfi, að ekkert má til spara að árangur náist. Eitt af þýðingarmeiri framtíðar- verkefnum okkar í sambandi við síldar- framleiðsluna, er að koma hér á fót nið- urlagningar- og niðursuðuiðnaði. Nokkur hluti af saltsíldarframleiðslunni er flutt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.