Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 46
44
ÆGIR — AFMÆLISRIT
eyja og annað, sem annast á ferðir um
Eyjafjörð o. v.
í lok heimsstyrjaldarinnar 1945 var
verzlunarskipastóll landsmanna ekki
burðugur. Auk flóabáta var hér aðeins
um 7 skip að ræða, 8830 br. lestir, og eitt
olíuflutningaskip 247 lestir.
Síðan hefur orðið mikil og ánægjuleg
breyting í þessu efni, sem sjá má af því,
að þegar þetta er ritað eru í eigu lands-
manna.
24 farþega- og flutningaskip 406001.
4 olíuflutningaskip 13839 1.
28 tals 54439 1.
Er nú svo komið, að íslenzk skip annast
að langmestu leyti flutninga að og frá
landinu.
2. Varðskip.
Landhelgisgæzla Dana hér við land
hefur löngum þótt slælega rekin. Því var
það, að mikill áhugi vaknaði fyrir því, að
íslendingar tækju þátt í gæzlunni. Fjár-
ráð voru þá lítil og því ekki hægt að fara
stórt af stað. 1 fyrstu tók landssjóður vél-
báta á leigu til landhelgisgæzlu norðan-
lands um síldveiðitímann. Það er þó ann-
ar aðili, sem telja
verður frumkvöðul á
þessu sviði, það var
Björgunarfélag Vest-
mannaeyja. Sjósókn
frá Vestmannaeyj-
um er og hefur ávallt
verið hættuleg, enda
hafa eyjaskeggjar
oft orðið að gjalda
ægi þungan skatt á
liðnum árum og
öldum. Þar var því
vakandi áhugi á því
að auka öryggi sjó-
manna, og voru uppi
raddir um það að
eignast skip, sem
gæti liðsinnt bátum
og jafnframt gætt
veiðarfæra þeirra. Með framúrskarandi
dugnaði komst þessi hugmynd í fram-
kvæmd, og 26. marz árið 1920 sigldi
„Þór“, sem félagið hafði keypt í Dan-
mörku, inn á Vestmannaeyjahöfn, en
„Þór“ var áður danskt hafrannsókna-
skip. — Þetta skip gerðu Vestmanna-
eyingar út með ærnum kostnaði sem
björgunarskip þar til 1. júlí árið 1926,
er ríkið keypti skipið, og var „Þór“ því
fyrsta íslenzka varðskipið. Var þá sett
fallbyssa á skipið, en áður háði vopnleys-
ið mjög í viðureign við landhelgisbrjóta.
Auk þess var „Þór“ mjög gangtregur.
Sama ár og ríkið keypti „Þór“, lét það
smíða nýtt varðskip í Danmörku.
Hlaut það nafnið „Óðinn“ 466 lestir.
Þetta skip var hér við landhelgisgæzlu
um hríð en reyndist ekki vel og var selt
úr landi.
Árið 1929 kom nýtt varðskip til sög-
unnar, það var „Ægir“ 507 lestir. Aflvél
„Ægis“ er dieselvél, og var það nýjung
þá. „Ægir“ hefur verið helzta skip land-
helgisgæzlunnar á þriðja tug ára. „Þór“
strandaði og ónýttist 1928, og var í stað-
inn keyptur þýzkur togari 226 lestir og
hlaut nafnið „Þór“. Þetta skip var hér
VarðskipiS Þór