Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 116
114
ÆGIR — AFMÆLISRIT
mikla fjármagn, sem í þeim er bundið
þannig ekki verið nýtt sem skyldi.
Enda þótt megináherz^a hafi verið lögð
á byggingu síldarverksmiðja á Norður-
landi, hafa og risið upp verksmiðjur í
öðrum landsfjórðungum, og hefur verið
getið um Vestfirði og Austfirði áður í
þessu sambandi (sbr. mynd), en segja má,
að verksmiðjur þar hafi upphaflega ver-
ið reistar með það fyrir augum að allir
möguleikar sumarsíldveiðanna yrðu nýtt-
ir. Þróunin á Suður og SV landi hefur
beinzt nokkuð í aðra átt og staðið í nánu
sambandi við almenna uppbyggingu fisk-
mjölsiðnaðarins á því svœði en þar var
meginhluti hráefnisins lengi framan af
sá fiskúrgangur, som til féll yfir vetrar-
vertíðina.
Fyrsta verksmiðjan syðra, sem unnið
gat úr síld tók til starfa á Akranesi á ár-
inu 1937. — Afköstin voru 600—700 mál
á sólarhring. — Það sem einkum hvatti
menn til að hefja síldarbræðslu á Akra-
nesi var, að er söltun á síld hófst þar í
tiltölulega stórum stíl á árinu 1935 sökum
aflabrests á sumarsíldveiðum fyrir Norð-
urlandi þ. á., féll strax til töluvert meira
hráefni til vinnslu í
verksmiðjum en á
meðan Faxasíldin
var eingöngu fryst.
Með byggingu verk-
smiðjunnar og á-
framhaldandi söltun
sköpuðust og skil-
yrði til meiri útgerð-
ar báta og skipa með
reknet.
Það var þó ekki
fyrr en allmörgum
árum síðar, að
skriður komst á
byggingu síldar- og
fiskm j ölsverksmið j a
syðra eða breytingu
eldri verksmiðja
þannig að þar mætti
einnig hagnýta feit-
fisk. — Mun síldveiðin í Kollafirði og
Sundunum við Reykjavík, sem hófst í
des. 1946, hafa átt sinn þátt í að flýta
því máli.
Og á árinu 1947 voru settar síldar-
bræðsluvélar í fiskmjölsverksmiðjur í
Hafnarfirði, Innri Njarðvík og Keflavík
og voru þær tilbúnar til vinnslu, er síld-
veiðarnar hófust í Hvalfirði í nóv. sama
ár. — Nam þá afkastagota síldarverk-
smiðja við Faxaflóa alls 2000 málum á
sólarhring. Hinn mikli afli í Hvalfirði,
sem aðeins að litlu leyti var hagnýttur
í Faxaflóahöfnum, hleypti af stað mikilli
bjartsýnisöldu og varð mjög til þess að
f’ýta fyrir frekari byggingu síldarverk-
smiðja við Faxaflóa (eða verksmiðja er
gátu bæði unnið úr venjulegum úrgangi,
sem til féll við þorskveiðarnar og úr síld
og öðrum feitfiski). — En eins og oft
hefur orðið lét síldin standa á sér og hef-
ur þessi mikla afkastageta því ekki nýzt
nema að litlu leyti til vinnslu á síld, þar
sem eina tilfallandi hráefnið hefur verið
úrgangur frá söltunarstoðvum og frysti-
húsum. Hinsvegar standa þessar vinnslu-
stöðvar þeim mun betur að vígi en flestar