Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1959, Side 56

Ægir - 15.12.1959, Side 56
54 ÆGIR — AFMÆLISRIT Loks gafst Fiskideildinni færi á að fá björgunarskútu Vestfjarða, Maríu Júlíu, útbúna til sinna þarfa, eftir því sem ástæð- ur leyfðu, og var ekki á öðru völ en taka þann kost, velja á milli þess eða einskis. Hér var þó ekki að ræða um nema hálfa lausn, og það einungis til bráðabirgða. Skipið var of lítið, og átti auk þess að þjóna tveimur öðrum herrum, björgunar- starfsemi og landhelgisgæzlu. Varð þá að sitja við það, sem komið var. Síðasta mikilvæga skrefið var stigið, þegar fiskifræðingum var gefinn kostur á afnotum af Ægi til rannsókna á sjó. Skipið hefir verið útbúið, svo sem kostur er, til þessara þarfa, þótt enn vanti tals- vert á að um sé að ræða fullkomið rann- sóknaskip. Það vantar t. d. gálga, svo að hægt sé að gera veiðitilraunir, en þær eru að sjálfsögðu einn veigamesti þáttur fiski- rannsókna! Hins vegar verður vart hægt að meta það sem skyldi, að hægt var að fá Asdic-tæki í skipið. Orustan um útvegun Asdic-tækja hafði staðið frá því 1946, og strandaði á ýmsu sitt á hvað. Annars veg- ar var litið á tæki þessi (í Englandi og Bandaríkjunum) sem hernaðarleyndar- mál, hins vegar voru þau mjög dýr. Hin sigursælu leikslok eru mjög að þakka áhrifum tveggja manna, er hér komu við sögu, fiskifræðingunum til aðstoðar. Ann- ar þeirra var norski vísindamaðurinn Finn Devold, er flutti hér erindi á vegum Háskóla íslands vorið 1951 og skýrði frá þeirri reynslu, sem Norðmenn höfðu feng- ið af tæki þessu til síldarleita. Hinn var Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri. III. Verkefnin. Hvaða fiskar eru í sjónum? Hvernig er þeim og lífshlaupi þeirra háttað? Hvað er mikið af þeim? Síðan fiskifræðin varð til hefir hún leit- azt við að svara þessum spurningum í þessari röð. Fyrir aldamótin bar „syste- matisku" fiskifræðina víðast hæst: Að finna tegundir, greina þær og lýsa þeim. ,,Safn-andi“ 19. aldarinnar sveif ennþá yfir vötnunum. Þetta er grundvöllur fiski- fræðinnar, því fyrst verður að finna og afmarka þær einingar, tegundirnar eða af- brigðin, sem rannsaka skal. En þegar á öndverðu tímabili því, sem hér er um að ræða, var lögð megináherzla á að kynnast lifnaðarháttum tegundanna, þroskaferli þeirra og göngum, og hefir æ verið svo síðan. Hér er að ræða um grundvöll hag- nýtrar fiskifræði. Á síðustu áratugum, síðan fiskifræðin fór fyrir alvöru að helga sig málum sjávarútvegsins hefir verið reynt að meta stærð fiskistofnanna, fylgj- ast með skipun árganganna í þeim frá árabili til árabils, meta veiðiþol þeirra, kanna göngur fiskanna og skilja þær. Verkefni fiskifræðinnar hafa breytzt og þróazt með svipuðum hætti á íslandi og annars staðar, frá ,,safn-anda“ til „útvegs- anda.“ Það hefir verið unnið af kappi til aðstoðar útvegi nútímans án þess að gleyma þörfum komandi tíma. AldursákvarSanir. Eitt af aðalviðfangs- efnum íslenzkrar fiskifræði hefir verið að kanna aldur nytjafiskanna. Aldurinn er, sem kunnugt er — ýmist lesinn á kvörn- unum (t. d. á þorski) eða hreistrinu (t. d. á síld). Bjarni Sæmundsson byrjaði fyrst- ur á aldursákvörðun íslenzkra fiska, en á þessa grein rannsóknanna hefir verið lagt margfalt meira kapp á síðari árum, en áður var. Það sem stefnt er að, er ekki aðeins það að kanna sambandið milli ald- urs og stærðar, heldur öllu fremur hitt, að finna hve hratt fiskurinn vex, hve fljót- ur hann er að komast í gagnið, verða kyn- þroska og hvað hann endist lengi. Þegar mikil gögn hafa verið rannsökuð og mörg ár eru að baki lögð, er opin leið til þess að reikna út dánartöluna, þ. e. hve margir fiskar af þúsundi heltast úr lestinni þeg- ar aldurinn er orðinn þetta eða hitt. Þegar fengin er nægileg reynsla fer fiskifræð- ingurinn að kynnast stofninum, sem hann vinnur með og á þá hægra með að finna hvaða áhrif það hefir á stærð hans, á fiski- magnið, ef sóknin er hert eða minnkuð, ef veitt er meira eða minna. Aukin veiði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.