Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 75
ÆGIR — AFMÆLISRIT
73
TAFLA XIV. — Skipting útfhitningsins á einstaka markaöi.
1905 1913 1919 1925 1935 1939 1946 1950 1957
% % % % % % % % %
Bandaríkin . . . 0.03 0.02 9.27 12.74 15.31 12.70 8.49
Brasilía 1.15 2.62 0.09 1.55 2.41
Brptland .. .. .. 25.96 18.47 25.86 12.53 13.37 17.33 36.76 12.28 8.58
Danmörk .. . . .. 25.32 26.58 7.55 7.07 6.21 7.08 1.50 1.68 2.17
Holland 0.14 0.31 7.76 1.12 11.88 1.38
Ítalía .. 11.71 13.77 12.89 11.03 6.83 8.06 1.52 8.41 3.92
Portúgal 1.46 20.36 9.00 2.50 4.49
Sovétríkin . . . 23.83 23.29
Spánn .. 24.05 17.32 33.69 45.53 13.20 0.01 3.01 1.46
Svíþjóð 4.47 16.45 9.08 9.68 14.00 6.15 7.66 4.39
Tékkóslóvakía . 3.50 3.92 6.20
Þýzkaland . .. 0.19 1.30 8.51 4.85 0.12 5.42 7.64
A.-Þýzkaland .. 4.42
Onnur lönd . .. .. 14.76 19.39 3.34 11.84 11.11 16.53 10.10 28.99 21.16
TAFLA XV. — Skipting útflutningsins eftir gjaldeyrissvæSum.
1950 1951 1952 1953 1954 1955 1956 1957
DollarasvæSi ... 13.7% 18.8% 25.8% 16.6% 17.8% 12.4% 12.0% 9.4%
Annar frjáls gjaldoyrir ... 63.7% 59.8% 56.7% 47.2% 47.2% 43.7% 44.8% 44.8%
Jafnkeypislönd . 22.6% 21.4% 17.5% 36.2% 14.8% 43.9% 43.2% 45.8%
100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100%
Tafla XV sýnir skiptingu útflutn - lagshæfi'.eikum, sem engin ofgnótt var af
ingsins á hin þrjú höfuðviðskiptasvæði
undanfarinna ára.
Ég læt þá lokið þessum sundurlausu
þáttum um þróun íslenzks sjávarútvegs
sl. 50 ár, og er þó enginn vafi á, að
mörgu merkilegu hafa ekki verið gerð
skil. —
Þessi hálfa öld hefur orðið vitni að
framförum, sem vart eiga sinn líka, og
vona ég, að það hafi komið skýrt fram
í ofanskráðum þáttum. — Hinsvegar má
e. t. v. segja, að hin hraða þróun og ákaf-
inn að komast sem lengst á sem skemmst-
um tíma hafi einnig haft sínar neikvæðu
hliðar. Alvarleg mistök hafa átt sér stað,
sem í hefur verið eytt dýrmætu og tor-
fengnu fjármagni og tekið hafa til sín
stóran hluta af vinnuafli okkar og skipu-
fyrir. Þessi mistök hafa bæði stafað af
skorti á þekkingu og yfirsýn og vegna
þess, að framkvæmdir ýmsar voru ekki
undirbúnar af nægjanlegri fyrirhyggju.
Ýmis nauðsynlegustu hugtök hafa ekki
verið skilgreind. Afleiðingin hefur verið,
að margvísleg vandamál, sem leysa átti,
standa enn óleyst, vegna þess að þau voru
ekki tekin réttum tökum. Menn ræða um
atvinnuaukningu, en gæta þess ekki í því
sambandi, að ölí atvinnutæki eða fyrir-
tæki bera sig ekki jafnvel hvar sem er.
Menn ræða um jafnvægi í byggðum
landsins, án þess að gera sér nokkra hug-
mynd um hvað felst í því orði eða hvað
átt er raunverulega við. Einnig er mikið
rætt um gjaldeyrisöflun og gjaldeyris-
sparnað, án þess að haft sé í huga, að
hvorttveggja getur verið svo dýrt, að það
borgi sig alls ekki.