Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 107
ÆGIR — AFMÆLISRIT
105
Síldarsöltun á Raufarhöfn (Hf. Hafsilfur)
Árið 1946 hófst sala til Sovétríkjanna og
Finnlands, en þessi lönd höfðu ekki keypt
síld frá íslandi að nokkru ráði fyrir
styrjöldina.
Síldveiðibresturinn nyrðra hefur vald-
ið miklum erfiðleikum í sambandi við
síldarsöluna. Hefur meðalsöltun norð-
anlands á árunum 1945—1958 verið
um 125 þús. tunnur, enda eru þau
orðin mörg árin síðan 1945, sem ekki hef-
ur verið hægt að afgreiða tilskilið samn-
ingsmagn saltsíldar. Hefur þetta ótrygga
ástand spillt mjög fyrir allri síldarsölu
okkar. Mikil bót varð þó hér á, er söltun
Suðurlandssíldar varð að fastri atvinnu-
gi’ein um 1950.
Hinar breyttu göngur norðanlandssíld-
arinnar hafa valdið því, að söltunarsvæð-
ið hefur færzt nokkuð til frá því sem
áður var, er söltun fór mestmegnis fram
á svæðinu frá Húnaflóa til Eyjafjarðar.
Síðustu árin hefur söltunarstöðvunum
fjölgað ört á Norðaustur- og Austurlandi,
og er Raufarhöfn nú orðin álíka þýðing-
armikill söltunai’staður og Siglufjörður,
enda þótt söltunarstöðvar séu mun færri
þar en á Siglufirði. Afkastamesta sölt-
unarstöð landsins síðustu árin hefur verið
hf. Hafsilfur á Raufarhöfn. Fram-
kvæmdastjóri hennar er Sveinn Bene-
diktsson.
Tíu söltunarstöðvar norðanlands hafa
saltað samtals yfir 20 þús. tunnur hver
síðastliðin 5 ár (1953—1958). Þær eru:
tnr.
Hafsilfur hf., Raufarhöfn .......... 68 386
Óskar Halldórss. hf., Raufarhöfn 54 268
Kaupf. N..-Þingeyinga, Raufarhöfn 38 416
Norðursíld hf., Raufarhöfn.........33 122
Óðinn hf. (síðan 1954) Raufarh. 32 065
Islenzkur fiskur hf., Siglufirði .. 23 307
Hafliði hf., Siglufirði ............ 22 651
Nöf hf., Siglufirði ................ 22 064
Söltunarfél. Dalvíkur, Dalvík .... 21 073
Pólstjarnan hf., Siglufirði ........ 20 502
Hér að framan hefur aðallega verið
rætt um söltun og sölu Norðurlandssíldar,
enda hefur síldveiðunum við suður- og