Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 158

Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 158
156 ÆGIR — AFMÆLISRIT hafði sett á laggirnar til að fjalla um málið. Gekk tillagan í þá átt að mæla með því, að gerð yrði alþjóðatilraun með því að friða íslenzkt hafsvæði, þar sem mikið væri um uppvaxandi fisk. Var mælt með, að í þessu skyni yrði Faxaflói friðaður innan línu frá Garðskaga að Malarrifi. Á svæðinu skyldi botnvörpu- og dragnóta- veiðar vera með öllu bannaðar. Lengd frið- unartímabilsins skyldi vera 15 ár, en fyrir þann tíma var ráð fyrir því gert, að samn- ingar tækjust um algera friðun. Á grundvelli þessarar samþykktar ráðs- ins bauð svo íslenzka ríkisstjórnin til al- þjóðaráðstefnu árið 1949, þeim þjóðum, sem hagsmuna gátu haft að gæta í þessu máli. Þá skeði það, að Bretar höfnuðu boð- inu og töldu, að þetta mál ætti að ræðast í fastanefnd þeirri, sem fiskveiðasamning- urinn, sem gerður var í London 1946, gerði ráð fyrir, e.n sá samningur tók ekki gildi fyrr en 1953. Þar með var málið úr sögunnni, með því að íslenzka ríkisstjórn- in taldi sig ekki geta fallizt á þetta sjónar. mið Breta og var ráðstefnunni aflýst. Að styrjöldinni lokinni komst landhelg- ismálið að öðru leyti einnig inn í nýjan farveg og er raunar lítill vafi á því, að hin óbilgjarna afstaða Breta átti sinn þátt í allri þeirri þróun. Árið 1948 voru sem kunnugt er sam- þykkt lög um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins. Samkvæmt þessum lögum er íslenzku ríkisstjórninni heimil- að að setja reglur um fiskveiðar á land- grunninu. Hér var farið inn á alveg nýja leið. Áður hafði verið rætt um friðun veiði- svæða með alþjóðlegu samkomulagi, en nú er ríkisstjórninni heimilað að gera ein- hliða ráðstafanir innan endimarka land- grunnsins. Með þessu slær Island raun- verulega eign sinni á landgrunnið án þess þó, að skilgreint sé nánar hvar takmörk þess liggi. Með þessum lögum hafði Islandi verið lagt í hendur vopn, sem síðar átti eftir að sýna sig að vera þýðingarmikið. Upp úr þessu fór að koma skriður á málið. í október 1949 tilkynnti íslenzka ríkisstjórnin hinni brezku, að uppsagnar- ákvæði samningsins frá 1901 yrði nú not- að og samningnum sagt upp með tveggja ára fyrirvara. Fyrsta reglugerðin, sem sett var sam- kvæmt lögunum frá 1948 var sett 22. apríl 1950 og kvað svo á, að fiskveiðilandhelgin fyrir Norðurlandi, á svæðinu frá Horni að Langanesi, skyldi vera 4 sjómílur frá grunnlínu, er dregin væri fyrir mynni f jarða og flóa. Hér var því aftur tekin upp gamla grunnlínureglan, sem gilt hafði fyr- ir 1901 og sömuleiðis var breidd fisk- veiðilandhelginnar aukin úr þremur í fjórar sjómílur. Þessi reglugerð gat þó ekki náð til brezkra skipa, þar sem þá var enn ekki fallin úr gildi samningurinn. Einmitt um þetta leyti stóðu yfir mála- ferli Norðmanna og Breta fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag út af því hvernig skyldi dregin grunnlínan við strendur Noregs. Fylgdust Islendingar með gangi máls þessa af mikilli athygli, enda gat það skipt meginmáli fyrir þróun okkar landhelgis- máls hverjar endalyktir þessi málaferli fengju. Þegar samningurinn frá 1901 rann út í október 1951 fór brezka stjórnin þess á leit, að íslenzka ríkisstjórnin gripi ekki til neinna ráðstafana fyrr en eftir að dómur hefði verið upp kveðinn í Haag, en ætlað var, að það yrði í desember sama ár. Varð íslenzka ríkisstjórnin við þeirri málaleitan. Hinn 18. desember var svo dómurinn kveðinn upp og var í öllum meginatrið- um Norðmönnum í vil. Var þar með við- urkennd krafa Norðmanna um drátt beinna grunnlína, en grunnlínur þær, sem dregnar höfðu verið fyrir Norðurlandi samkvæmt reglugerðinni frá 1950 voru einmitt dregnar eftir hinni norsku reglu. I Noregi var þessum merkilega sigri fagnað ákaflega svo sem eðlilegt var, því hér var um að ræða bæði metnaðarmál og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.