Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 158
156
ÆGIR — AFMÆLISRIT
hafði sett á laggirnar til að fjalla um
málið. Gekk tillagan í þá átt að mæla með
því, að gerð yrði alþjóðatilraun með því
að friða íslenzkt hafsvæði, þar sem mikið
væri um uppvaxandi fisk. Var mælt með,
að í þessu skyni yrði Faxaflói friðaður
innan línu frá Garðskaga að Malarrifi.
Á svæðinu skyldi botnvörpu- og dragnóta-
veiðar vera með öllu bannaðar. Lengd frið-
unartímabilsins skyldi vera 15 ár, en fyrir
þann tíma var ráð fyrir því gert, að samn-
ingar tækjust um algera friðun.
Á grundvelli þessarar samþykktar ráðs-
ins bauð svo íslenzka ríkisstjórnin til al-
þjóðaráðstefnu árið 1949, þeim þjóðum,
sem hagsmuna gátu haft að gæta í þessu
máli. Þá skeði það, að Bretar höfnuðu boð-
inu og töldu, að þetta mál ætti að ræðast
í fastanefnd þeirri, sem fiskveiðasamning-
urinn, sem gerður var í London 1946,
gerði ráð fyrir, e.n sá samningur tók ekki
gildi fyrr en 1953. Þar með var málið úr
sögunnni, með því að íslenzka ríkisstjórn-
in taldi sig ekki geta fallizt á þetta sjónar.
mið Breta og var ráðstefnunni aflýst.
Að styrjöldinni lokinni komst landhelg-
ismálið að öðru leyti einnig inn í nýjan
farveg og er raunar lítill vafi á því, að
hin óbilgjarna afstaða Breta átti sinn þátt
í allri þeirri þróun.
Árið 1948 voru sem kunnugt er sam-
þykkt lög um vísindalega verndun fiski-
miða landgrunnsins. Samkvæmt þessum
lögum er íslenzku ríkisstjórninni heimil-
að að setja reglur um fiskveiðar á land-
grunninu. Hér var farið inn á alveg nýja
leið. Áður hafði verið rætt um friðun veiði-
svæða með alþjóðlegu samkomulagi, en nú
er ríkisstjórninni heimilað að gera ein-
hliða ráðstafanir innan endimarka land-
grunnsins. Með þessu slær Island raun-
verulega eign sinni á landgrunnið án þess
þó, að skilgreint sé nánar hvar takmörk
þess liggi.
Með þessum lögum hafði Islandi verið
lagt í hendur vopn, sem síðar átti eftir að
sýna sig að vera þýðingarmikið.
Upp úr þessu fór að koma skriður á
málið. í október 1949 tilkynnti íslenzka
ríkisstjórnin hinni brezku, að uppsagnar-
ákvæði samningsins frá 1901 yrði nú not-
að og samningnum sagt upp með tveggja
ára fyrirvara.
Fyrsta reglugerðin, sem sett var sam-
kvæmt lögunum frá 1948 var sett 22. apríl
1950 og kvað svo á, að fiskveiðilandhelgin
fyrir Norðurlandi, á svæðinu frá Horni
að Langanesi, skyldi vera 4 sjómílur frá
grunnlínu, er dregin væri fyrir mynni
f jarða og flóa. Hér var því aftur tekin upp
gamla grunnlínureglan, sem gilt hafði fyr-
ir 1901 og sömuleiðis var breidd fisk-
veiðilandhelginnar aukin úr þremur í
fjórar sjómílur.
Þessi reglugerð gat þó ekki náð til
brezkra skipa, þar sem þá var enn ekki
fallin úr gildi samningurinn.
Einmitt um þetta leyti stóðu yfir mála-
ferli Norðmanna og Breta fyrir Alþjóða-
dómstólnum í Haag út af því hvernig
skyldi dregin grunnlínan við strendur
Noregs.
Fylgdust Islendingar með gangi máls
þessa af mikilli athygli, enda gat það skipt
meginmáli fyrir þróun okkar landhelgis-
máls hverjar endalyktir þessi málaferli
fengju.
Þegar samningurinn frá 1901 rann út í
október 1951 fór brezka stjórnin þess á
leit, að íslenzka ríkisstjórnin gripi ekki
til neinna ráðstafana fyrr en eftir að
dómur hefði verið upp kveðinn í Haag, en
ætlað var, að það yrði í desember sama
ár. Varð íslenzka ríkisstjórnin við þeirri
málaleitan.
Hinn 18. desember var svo dómurinn
kveðinn upp og var í öllum meginatrið-
um Norðmönnum í vil. Var þar með við-
urkennd krafa Norðmanna um drátt
beinna grunnlína, en grunnlínur þær, sem
dregnar höfðu verið fyrir Norðurlandi
samkvæmt reglugerðinni frá 1950 voru
einmitt dregnar eftir hinni norsku reglu.
I Noregi var þessum merkilega sigri
fagnað ákaflega svo sem eðlilegt var, því
hér var um að ræða bæði metnaðarmál og