Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 45
ÆGIR — AFMÆLISRIT
43
I styrjaldarlokin var stofnað skipafé-
lag, sem nefnt var Foldin. Þetta félag lét
smíða frystiskip í Svíþjóð og kom hingað
til lands 1947 og bar nafnið „Foldin“ 621
lest. Fé’agið gerði þetta skip út um hríð
en seldi það svo skipafélaginu Jöklar, sem
gaf því nafnið „Drangajökull“. Þetta fé-
lag jná telja afsprengi Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna. enda starfar það í
nánum tengslum við þau samtök. Fyrsta
skip þessa félags var „Vatnajökull" 924
lestir smíðað í Svíþjóð 1947, en næst
eignaðist félagið „Drangajökul". eins og
áður er sagt. Þegar þetta er ritað, er full-
smíðað nýtt frystiskip handa félaginu,
„Langjökull“ 1987 lestir.
Hér hefur aðeins verið drepið lauslega
á þá tegund flutningaskipa, sem olíuskip
nefnast. Fyrsta skip þeirrar tegundar var
skip Shell olíufélagsins „Skeljungur“ 223
lestir. sem kom til lands 1928. 1934 lét fé-
lagið stækka skipið lítið eitt. 1947 seldi
félagið gamla „Skeljung", sem þá var
breytt í fiskiskip, en svo ólánlega fór sú
útgerð, að skipinu hvolfdi, og það sökk
í fyrstu veiðiförinni. Þá fékk Shell nýjan
„Skeljung", sem var seldur úr landi, þeg-
ar „Kyndill“ kom til sögunnar. Næst er
að telja „Þyril“, sem ríkissjóður eignað-
ist 1947, eins og áður er getið, 809 lestir.
Þetta skip hefur annast olíuflutninga út
um land og flutt töluvert af lýsi til út-
landa. 1954 bætist „Litlafell“ í flotann
og ári síðar fær olíufélagið Skeljungur
nýtt skip „Kyndill" 778 lestir. Loks bætt-
ist „Hamrafell“ í þennan hóp 1956.
Til flutningaskipa ber að telja skip
þau, sem vitamálastjórnin hefur til þess
að annast flutninga til vitanna. Árið 1924
var keypt til landsins lítið gufuskip,
„Hermóður“, 113 lestir, og annaðist það
skip flutninga til vitanna lengi síðan.
1947 lét vitamálastjórnin smíða nýtt
flutningaskip í Svíþjóð, og hlaut það
sama nafn og hið fyrra og var 208 lestir
að stærð. Auk flutninganna annaðist þetta
skip gæzlu á stundum. Þau urðu sorgleg
afdrif þessa skips, að það fórst í ofviðri
með allri áhöfn við Reykjanes 18. febr.
1959.
Eins og áður er getið voru flóabátar
fyrstu farþega- og vöruflutningaskip í
eigu Islendinga. Þessari þjónustu hefur
jafnan verið haldið
uppi og oftast með
lítilfjörlegum skipa-
kosti. Þetta hefur þó
færst í betra horf
hin síðari árin, og
hefur nú félag það,
sem annast ferðirnar
milli Reykjavíkur,
Akraness og Borgar-
ness gott skip til
þessara ferða „Akra-
borg“, en áður hafði
félagið „Laxfoss"
lengi í ferðum á
þessari leið. Nú er í
smíðum flutninga-
og farþegaskip, sem
ganga á milli Reykja-
víkur og Vestmanna-