Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1959, Síða 30

Ægir - 15.12.1959, Síða 30
28 ÆGIR — AFMÆLISRIT bragð, og ketið máske ekki upp á það kröftug- asta, en þegar svona drekar taka öngulinn, skrokkar, sem eru 50—60 kr. virði, þá má með réttu segja að hlaupið liafi á snærið. Þessi veiði mun reynast hin ódýrasta, sem mótorbátar geta stundað, þar eð olíu þarf ekki að eyða meðan á veiðinni stendur. Sjóhrakningar. Ég hef nú blaðað gegnum tíu fyrstu ár- ganga Ægis og tínt til sitthvað, sem fróð- legt er að lesa. Þessi samtíningur er að vísu æði sundurlaus, en hann varpar þó ljósi á ýms mál, sem ofarlega voru á baugi hjá þjóðinni á þessum árum, að sjálf- sögðu einkum þau, sem snertu fiskveiðar og útgerð. En hér verður látið staðar num- ið. Þó finnst mér, þegar ég les þetta yfir, sem eitt skorti á: það er engin frásögn af sjóslysum eða hrakningum á sjó. Barátta sjómonnsins við Ægi ber ætíð svip síns tíma, þeirra tækja sem hann hefur yfir að raöa. Hún var öðruvísi hjá sjómanninum, sem reri til fiskjar á opnum róðrabáti, en þeim sem sækir á fjarlæg djúpmið á nú- tímatogara búnum öllum siglingatækjum. Þess vegna er sjóslysa- eða hrakningasaga þjóðlífsmynd, sem sýnir okkur aðstæður og aðbúnað eins og hann var þegar sagan gerðist. Ég ætla því að ljúka þessum pistli með frásögn eftir Bjarna Sæmundsson af hrakningum Grindvíkinga 24. marz 1916. Hún birtist í ágústblaði Ægis sama ár. Hann mun verða mörgum Grindvíkingum minnisstæður föstudagurinn fyrsti í einmán- uði 1916. Að morgni þess dags var logn og blíða og nærri frostlaust um allt Suðurland og sjór ládauður. Var því þá almennt róið til fiskjar. Grindvíkingar voru alskipa um miðmorguns- leytið, 24 skip, og lögðu lóðir sínar í dýpstu fiskijeitum, því að útlit var liið bezta um veð- ur. Ýmsir áttu og net úti og vitjuðu þegar um þau, er þeir höfðu lagt lóðir sínar. Að því búnu fóru þeir að vitja um þær. En þegar menn höfðu dregið fjórða hlut til helming lóðanna, kl. um hálf ellefu, brast á afar snögglega, „eins og byssuskot“, og eiginlega án nokkurs veru- legs fyrirboða, ofsaveður af norðri, svo ekki varð við neitt ráðið. Dokuðu sumir nokkuð við til að sjá, livort ekki mundi bráðlega draga úr mesta ofsanum, en svo vildi ekki verða og sáu menn þá, að ekki var til setunnar boðið og skáru því frá sér lóðir sínar og bjuggu sig til að leita lands, ef kostur væri. Að „berja“ með árum var ekki viðlit og reyndu menn því að setja upp segl og sigla þangað sem tæki. En það gekk ekki greitt. Þó að djúpmið Grindvíkinga séu ekki langt undan landi, 4—6 sjómilur, eða litlu meira, og veðrið stæði hér um bil beint af landi, þá gerð- ist sjór brátt stórvirkur. Þar við bættist hörku- frost og barlestarleysi bjá flestum, því að afli var mjög lítill, nema hjá þeim, er vitjað liöfðu um net sín, svo að skipin þoldu ekki nema hið allra minnsta af seglum (þríhyrnur og fokku- bleðla). Því næst segir frá baráttu þessara 24 báta til að ná landi. Fjögur skip náðu lendingu sinni, en 16 náðu langi hér og þar á ströndinni frá Reykjanestá og austur að Krýsuvíkurbergi. Fjögur þeirra brotnuðu í lendingu, þó án þess að tjón yrði á mönn- um. Síðan heldur frásögn Bjarna áfram: Nú voru eftir 4 skip, öll úr Járngerðarstaða- hverfi, þau sem dýpst höfðu róið, eða höfðu minnsta seglfestu; þau náðu ekki nær en undir Skarfasetur (Reykjanestá evstri). Eitt þeirra ætlaði að freista að ná lendingu í Kerlingar- bás undir Reykjanesvita, en náði ekki svo langt og hrakti undan. Tveim hefði ef til vill tekizt að lileypa upp í Skarfasetur og bjarga mönnunum; fjórða náði aldrei svo langt. Rar þá um sama leyti svo til að það sást til skips, ekki mjög langt undan, út og suður af Skarfa- setri. Það var kútterinn „Esther“ úr Reykjavík, skipstjóri Guðbjartur Ólafsson. Hafði hann komið austan af Selvogsbanka um daginn full- ur af fiski og ætlaði til Reykjavíkur, en er hann kom á móts við Stafnnes, var veðrið orðið svo mikið, að liann sneri við til þess að leita sér skjóls í Grindavíkursjó. Kom hann nú þarna eins og kallaður, þar sem öll von virtist annars úti, og tóku nú öll skipin það ráð að leita út til hans og héldu því undan sjó og veðri til hafs og gekk nú ferðin greitt þótt livorki væri siglt né róið, veðrið og straumurinn nægðu. Þegar „Esther" varð vör við ferð skipanna, felldi liún þegar forseglin, sneri upp í og hafði þegar allan viðbúnað til þess að taka á móti hinum bágstöddu skipuin. Var það ekki vanda- laust verk, þar sem hún var stödd langt úti á hafi, hér um bil mitt á milli Eldeyjar og lands, á Eystrastreng Reykjanesrastar, í stórsjó, stór- viðri og hörku frosti, svo að varla varð við neitt ráðið og kútterinn undir sífelldum áföll- um.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.