Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1984, Side 10

Ægir - 01.08.1984, Side 10
Páll Ólafsson, efnaverkfræðingur: Hálfrar aldar starf: Rannsóknastofa Fiskifélags íslands og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Inngangur Á fyrstu árum þessarar aldar var mikill framfara- hugur með þjóðinni er hún var að brjótast út úr sár- ustu fátækt. Verslunin var að færast á innlendar hendur. Árið 1904 fékk þjóðin heimastjórn. Sama árið kom til landsins fyrsti togarinn í eigu íslend- inga. Á því ári var og íslandsbanki stofnaður og með honum kom inn í landið mikið fjármagn, sem þjóðina vanhagaði um. Á árinu 1902 eignuðust íslendingar fyrsta vélknúna fiskiskipið er vél var sett í árabát á ísafirði og 1906 tengdist þjóðin umheiminum með sæsímanum. Þeir sem lifa í velferðarríki níunda áratugarins geta fæstir gert sér í hugarlund hvernig ástandið var hér um aldamótin, hve fátæktin var mikil og hve langt við vorum á eftir nágrannaþjóðunum tækni- lega. Sem dæmi um fátæktina má geta þess að árið 1902 þágu 8% af þjóðinni af sveit (1). En þrátt fyrir fátæktina hélt þjóðin reisn sinni. Hún var vel menntuð eftir því sem þá gerðist og átti mörgum mikilhæfum mönnum á að skipa. Um aldamótin komu fyrstu lærðu búfræðingarnir til landsins og þá komu einnig fyrstu sýnin af til- búnum áburði til landsins. Þá tóku og til starfa fyrstu tilraunastöðvar landbúnaðarins. Árið 1903 lauk fyrsti íslenski efnaverkfræðingurinn prófi frá Verkfræðiháskólanum (Polyteknisk Læreanstalt) í Kaupmannahöfn, en það var Ásgeir Torfason, sonur hins þjóðkunna búnaðarfrömuðar Torfa í Ólafsdal. Ogárið 1906tóktilstarfaEfnarannsókna- stofa ríkisins. Árið 1911 var Háskóli íslands stofnaður og á sama ári var einnig stofnað Fiskifélag Islands. Eins og sjá má á því sem nú hefur verið rakið, gef ast á þessu tímabili margir merkisatburðir sem áttl1 eftir að hafa mikla þýðingu fyrir þróun þjóðfél3?' ins. Upphaf efnarannsókna á ísland' Með stofnun Efnarannsóknastofunnar má seg]‘ að efnarannsóknir hefjist hér á landi. Hún stofnuð með fjárveitingu frá Alþingi en lög miU1 aldrei hafa verið sett um starfsemina. Ásgeir Tor son mun hafa unnið á efnarannsóknastofum Ve fræðiháskólans og Landbúnaðarháskólans í KaUt^ mannahöfn o.v. frá því hann lauk prófi og þar hann kemur heim og tekur við forstöðu Efnaran1^ sóknastofunnar 1906. Hann mun því hafa verið'1' menntaður til starfans og stundaði margs konar rannsóknir, einkum á sviði landbúnaðar meðaI hans naut við, en hann lést 1916 aðeins 4u . gamall. Jafnframt starfi forstöðumanns ketin hann efnafræði, fyrst við Læknaskólann og si° J f veriö Háskólann. Starfi hans og rannsóknum hata v gerð allgóð skil (2). Hann birti margar skýrslut n^ rannsóknir sínar. Ekki er vitað til að hann 1 ^ unnið að rannsóknum sérstaklega fyrir fiskiðn2 inn. Upphaf fiskiönrannsókna á íslandi Á árunum 1920-1930 voru starfræktar nok síldarverksmiðjur hér á landi. í ýmsum þeirra c og t.d. verksmiðju dr. Pauls á Siglufirði og v 394-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.