Ægir - 01.08.1984, Blaðsíða 50
sóknastofunnar kom heim úr ferð til Bandaríkjanna
árið 1944 og skrifaði grein um það o.fl. í Ægi (21).
Þó að þessar upplýsingar væru vel kynntar forráða-
mönnum síldarverksmiðjanna var lítið aðhafst fyrr
en 1953, enda brást síldveiði norðanlands að miklu
leyti 1945. Árin 1946 og 1947 þóttu heldur slök síld-
arár og eftir það var síldveiði mjög lítil þar til síld
fór að veiðast fyrir austan og norðaustan land upp
úr 1960.
En það er af soðnýtingu að segja, að árið 1953
hafði Lýsi og Mjöl h.f. í Hafnarfirði aflað sér soð-
eimingartækja að ráði forstöðumanns Rannsókna-
stofunnar og hóf nýtingu á soði. Var einkum um
karfa að ræða. Skömmu síðar hófu Síldar- og fisk-
mjölsverksmiðjan hf. í Reykjavík og Síldarverk-
smiðjan á Akranesi soðnýtingu. Rannsóknastofan
veitti sérstaklega fyrrnefndu verksmiðjunni aðstoð
við soðnýtinguna. Norðanlands hófst soðnýting í
Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði 1957 og ári
síðar á Raufarhöfn, en almennt var síldarsoðið ekki
nýtt norðanlands og austan fyrr en upp úr 1960 (22).
Allar stærri loðnuverksmiðjurnar, sem nú eru starf-
andi munu búnar eimurum til soðnýtingar, en hinar
minni nýta soðið eftir því sem þær geta með því að
þurrka það með pressukökum.
Það mun hafa verið í lok fimmta áratugarins eða
byrjun þess sjötta að fréttir bárust frá Noregi um
nýtingu á soði með því að þurrka það með pressu-
köku í tveimur þurrkurum. Rannsóknastofan
aðstoðaði nokkrar verksmiðjur við að nýta soðið á
þennan hátt. Var meðal annars gerð tilraun með
þetta í Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði með
aðstoð Rannsóknastofunnar áður en eimarar voru
teknir þar í notkun.
Eins og ráða má af þeim tölum sem áður voru til-
greindar um efnatöpin í soðinu, þ.e. ca 4716 kg af
fitufríu þurrefni úr hverju tonni síldar, sést að með
því að nýta soðið koma mjög mikil verðmæti til skila
í mjölinu. Það mun láta nærri að í mörgum tilvikum
hafi mjölmagn aukist um 30%.
Þess má til fróðleiks geta, að í merkri handbók
um norskan fiskiðnað, sem kom út um 1950, er ekki
getið um annað en að soðinu sé fleygt (23).
Loðnubræðsla
Upphaf loðnubræðslu hér á landi er það að árið
1958 fékk forstöðumaður Rannsóknastofunnar
þrjá kunna athafnamenn, sem höfðu yfir bátum °?
síldarverksmiðjum að ráða, í lið með sér til þessa
freista þess að veiða loðnu til bræðslu. Vissu þeira
Norðmenn veiddu loðnu í vaxandi mæli til bræðslm
Þeir snéru sér til sjávarútvegsráðuneytisins me
beiðni um fjárhagsstuðning við þetta fyrirtæk'-
Ráðuneytið brást vel við og fyrir milligöngu þesS
veitti Fiskimálasjóður styrk til þess að gera tilrarrö
með að veiða og vinna í síldarverksmiðjum alh a
1000 tonnum af loðnu undir stjórn forstöðumaI1IlS
Rannsóknastofunnar (24). Þessar tilraunir fóru s' °
fram í mars og apríl sama ár.
Auðvelt reyndist að geyma loðnuna rotvafða
með nítriti og var talið sýnt að geyma mætti han‘*
mánuðum saman rotvarða. Blóðvatnsmyndul1
reyndist miklu meiri en við geymslu á síld. Virtist
nauðsynlegt að geyma loðnuna í þéttum þróm e^u
geymum og hagnýta allt blóðvatn. Það kom í ljós a
nauðsynlegt þótti að láta loðnuna brjóta sig áðut'-'1
hún er unnin til þess að hún pressist sæmilega.
Vinnsla loðnunnar gekk vandræðalítið. Hins
vegar varð afurðamagnið tiltölulega lítið þar
ekki var hægt að nýta blóðvatnið.
Þó að þessi fyrsta tilraun gengi eftir atvikui1
sæmilega varð nokkur bið á að farið væri að veið*1
loðnu til bræðslu. Það var raunverulega ekki fyrre
1965 að teljandi magn af loðnu væri unnið í mjöl
lýsi. Árið 1963 voru unnin rúmlega 1000 tonn
árið eftir 8640 tonn, en 1965 49610 tonn (25).
Eins og áður er getið stóð Rannsóknastofnuu111
fyrir margs konar rannsóknum á geymslu rot'ar
innar loðnu. Aðferðin til rotvarnar kom að ómetan
legu gagni og má segja að ógerningur hefði veriö a
nýta loðnuna til bræðslu í þeim mæli, er raun varö 3
ef þeirrar aðferðar hefði ekki notið við.
Ýmiss konar rannsóknir voru gerðar á nýtinuU
blóðvatns og soðs í verksmiðjunum, á notaguu
mjölskilvinda o.fl.
Fiskafóðursrannsóknir _
Á árunum 1965-1966 var fyrst farið að huga a
framleiðslu fiskafóðurs og aflað tækja í því s‘llT^
bandi. Tveimur aðilum var þá veitt nokkur aðst°
við slíka framleiðslu. Árið 1969 var svo hafin sa
vinna við Veiðimálastofnun um fóðurtilraunir a ‘
og bleikju með fóðri úr íslenskum hráefnum-
434-ÆGIR