Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1984, Page 48

Ægir - 01.08.1984, Page 48
smiðjuna að Kletti o.fl., þegar farið var að bræða Suðurlandssíld að ráði. Það kom í ljós að gera þurfti miklar rannsóknir til þess að laga notkun áðurnefndra efna að íslenskum aðstæðum. Norskar reglur voru miðaðar við rot- vörn á vetrarsíld sem var mögur og átulaus og unnin við tiltölulega lágt hitastig. En hér var fyrst og fremst um feita og oftast átumikla sumarsíld að ræða, er geyma þurfti. Síðar kom til að farið var að veiða síld austanlands fram eftir vetri og þá komu til aðrar aðstæður. Svo komu veiðar Suðurlandssíldar og enn síðar loðnuveiðar. Það var margt, sem þurfti að taka tillit til, svo sem fitumagns síldar, hitastigs, áætlaðs geymslutíma o.fl. Bæði efnin eru eitruð og vandmeðfarin. Nokkr- um árum eftir að notkun þeirra hófst hér á landi komu í ljós í Noregi lifrarskemmdir í búpeningi, sem gefið hafði verið mjöl, sem unnið var úr rotvar- inni síld. Nokkru síðar var sýnt fram á það að skað- valdurinn var dimethylnitrosamin (DMNA) og stuttu síðar, að efnið myndast úr nítriti og amínum í síld og einkum í eldþurrkurum. Rannsóknir á DMNA í Rannsóknastofnuninni og að nokkru leyti í Noregi leiddu í ljós þessar niðurstöður (1967): 1) DMNA myndun er meiri í mjöli úr nýju hráfefni en eldra hráefni með sama nítritinnihald. 2) DMNA finnst hvorki í pressuköku né soði, en myndast í soðeimurum og einkum eldþurrkurum. 3) DMNA myndast í soðeimurum en rýkur burt með eimnum að miklu leyti. 4) Með því að lækka sýrustig soðsins má hindra myndun DMNA og jafnframt eyða nítritinu. 5) Hátt hitastig brennslulofts í þurrkurum örvar myndun DMNA, en minnkar jafnframt nítritmagn- ið. í gufuþurrkurum virðist lítil eða engin DMNA myndun. 6) DMNA magn í mjöli, sem jafnframt inniheldur nítrit eykst við geymslu í loftþéttum umbúðum, a.m.k. fyrstu dagana. 7) Ef mjöl sem inniheldur DMNA, en nítritið er að mestu horfið úr, er bleytt upp og síðan þurrkað aftur rýkur DMNA að miklu leyti burt með eimn- um. Rannsóknastofnunin gerði fóðrunartilraunir í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans að Keldum með kindur, sem gefið var síldarmjöl með og án nítrits og DMNA (1968). Lömb þoldu mengaða mjölið vel en lemdar ær illa. Ein lemda ærin lét lambi tiltölulega snemma, önnur bar dauðun) lömbum en hinar báru eðlilega. Að tilraun lokinf1 var ánum slátrað og komu þá í ljós lifrarskenund|r hjá þeim ám, sem fengu mengað mjöl. Við þessar tilraunir var eitrinu blandað í mjölið1 miklu meira mæli en mældist mest við framleiðslu ur rotvarinni síld. Ekki þarf nema nokkra milljónust11 hluta af DMNA til að gera mjölið ónothæft. Það var ljóst þegar í upphafi að fylgjast þurfti al' náið með notkun rotvarnarefnanna. Rannsókna stofan hóf þegar, eftir að farið var að nota þau, a mæla nítrit í mjöli. Norðmenn urðu að greiða miklar skaðabætur vegna þess, að minkar drápust í Bre1 landi er þeim var gefið mjöl úr óhóflega rotvarit11’1 síld. Norðmenn munu þegar í upphafi hafa ha eftirlit með notkun efnanna. Hér á landi vargefiu u’ reglugerð um notkunina 1. febr. 1966 og Rannsókna stofnuninni falið eftirlitið. Síðan hefir sérstökut11 manni alltaf verið falið að annast eftirlitið. Skilyr^ þess, að verksmiðjurnar fái að nota þessi efni, era þær hafi í sinni þjónustu mann, sem getur mælt nú rit í hráefni og mjöli. Það kom snemma fram að efnin eyðast inu með tímanum. Formaldehyd, sem er í formalíni binst próteini, en nítrit eyðist aðalle§8 fyrir tilverknað gerla. Ákvæði eru um það að ekk' megi vinna hráefni með of miklu nítriti og þarl Þ'1 að fylgjast með magni þess. Það eyðist þeim muu fyrr sem hitastigið er hærra. í mjölinu eyðist Þa einnig með tímanum. Ef það reynist of mikið vl framleiðslu má oft bjarga málinu með því að geyul‘’ úr hráefm aðalefui9 mjölið. Nokkrar tilraunir voru gerðar með að nota önuur efni en formalín og nítrit til rotvarna eins og klórtetracyklín, natríumbenzoat, o.fl. Klórtetra cyklín reyndist gera talsvert gagn við rotvörn á s' við 0°C (1967). Natríum benzoat reyndist sæmile?‘| við rotvörn á loðnu, en þó mun verr en nítrit oS formalín. Það er auk þess miklu dýrara en mrr^ (1971). í sumum tilvikum virtist það gefast vel a. tvöfalda formalínmagn í rotvarnarblöndun'11 (1977). Með því að nota maurasýru með blöndunn| virðist mega minnka nítritmagnið og þó viðhal jafngóðri rotvörn (1980). Eins og að líkum lætur hafði notkun rotvarnar efnanna geysimikla þýðingu við bræðslu síldar s> ustu 10 árin sem hún var brædd og við bræðslu loðnu eftir að hún fór að veiðast að nokkru ráði. M réttri rotvörn mátti auðveldlega geyma loðnuna 5 432-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.