Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1984, Page 52

Ægir - 01.08.1984, Page 52
eldþurrkuðu og gufuþurrkuðu mjöli og sogþurrk- uðu sýni af pressukökunni, sem haft var til saman- burðar. Helstu niðurstöður voru þessar: Þurrkun pressuköku í gufuþurrkara leiðir ekki til teljandi hitaskemmda, nýtanleiki virtist aðeins minnka um 4% miðað við pressukökuna en það var talið lítið, ofþurrkun í eldþurrkara hafði töluverð einkenni hitaskemmda í för með sér, nýtanleiki hafði lækkað um ca 19%. Við eldþurrkun pressuköku niður í 24.3% vatn rýrnaði næringargildi próteins óveru- lega. Venjulegt loðnumjöl framleitt úr pressuköku og soði hafði nokkur einkenni hitaskemmda. Nýtanleiki mjöls miðað við sogþurrkaða pressu- köku var um 77% (1969). Næsta ár var racemisa- sjón amínósýra rannsökuð nánar. Full ástæða virtist til að ætla að allar optísk aktívar amínósýrur racem- íserist við ofhitun en mismikið. Árið 1971 var rann- sóknum haldið áfram á amínósýruinnihaldi og nýtanleika próteina í íslensku þorsk- og loðnu- mjöli. Helstu niðurstöður voru þær að íslenska þorskmjölið hafði að meðaltali minna innihald af lífsnauðsynlegustu amínósýrum en flestar erlendar fiskmjölstegundir miðað við próteinmagn. Það sama átti við um lýsin. Loðnumjölið reyndist nálægt meðaltali. Sveiflur í innihaldi amínósýra og nýtan- legs lýsins reyndust aftur á móti minni eða svipaðar og í ákveðnum fiskmjölstegundum frá öðrum löndum. Sveiflur í hitaskemmdum og nýtanleika voru verulega meiri í þorskmjölinu en loðnumjöl- inu. Hluti af þorskmjölinu hefur fengið mjög slæma meðferð við vinnslu (1971). Við nánari rannsóknir á þeim skemmdum sem verða á gæðum próteina í fiskmjöli, kom greinilega í ljós, að mjölið virðist þola vel geymslu við 100°C en við 15 klst. geymslu við 120°C eyðileggst það algerlega. Skaðann er ekki hægt að bæta með viðbót af amínósýrunum lýsin og methionin. Þótti þetta benda til að hitaskemmdir verði á öllum amínósýrum próteinsins. Þetta var rannsakað með tilraunum á rottum og mælt svo- nefnt PER gildi, sem er einn af þeim mælikvörðum sem notaðir eru á próteingæði. Sama ár var rann- sakaður breytileiki næringargildis loðnumjöls, en mjölkaupendur leggja mikla áherslu á að mjölið sé sem jafnast að gæðum. Rannsökuð voru meðalsýni af framleiðslu hverrar vaktar (8 klst.) í þremur loðnubræðslum. í heild var ekki mikill breytileiki í próteininnihaldi, en mikill í nýtanlegu lýsini frá einni vakt til annarrar í einni loðnubræðslu og miklu meiri en nemur breytileika meðaltalsmjöls frá einni verksmiðju til annarrar (1977). Haldið var áfran) rannsóknum á racemisasjón amínósýra í fiskmjöl' við hitun. Voru einkum rannsakaðar breytingar a amínósýrunni serín. Hönnuð var mæliaðferð til að ákvarða hlutfall D- og L-spegilmynda (1978). Áður hefur komið í ljós, að hitaskemmdir í eldþurrkurum í íslenskum fiskmjölsverksmiðjum gátu verið 4- 16% vegna yfirhitunar samkvæmt mælingum 3 nýtanlegu lýsíni. Orsökin var talin racemisasjón a lýsini. Rannsóknum var haldið áfram rneð mælingum á racemisasjón seríns sem er ein a amínósýrunum. í tveimur sýnum af venjulegu loðnumjöli reyndist racemisasjón á seríni vera 13 - og 14.0% (1979). Nýting á slógi og úrgangsfiski > meltur Eftir að farið var að nýta slóg með því a það fiskúrgangi í fiskmjölsverksmiðjum og þannig í mjöl var haldið áfram ýmsum rannsóknum á slógi. Á sjöunda áratugnum var gerð rannsókn a heildarmagni amínósýra og frírra amínósýra í mjöli, sogþurrkuðum þorsklíffærum, vöðva, bein um, roði og magainnihaldi (1965-1966, 48). Varþa mikið farið að rannsaka magn hinna ýmsu amin° sýra í fiskmjöli og sérstaklega magn þess af nýtaI1 legu lýsíni sem er ein af amínósýrunum. En mjöltr sem kunnugt auðugt af mörgum hinna mikilvægustu amínósýra (1967, 1968). Þá voru og rannsakaður þær breytingar sem verða á dreifingu heildaramiu^ sýra, svo og frírra amínósýra við meltingu á lm lega sýrðu þorskslógi við 37°C (1969). Gerð var t* raun með að melta sýrt slóg bæði án viðbótarensíuia og með þeim (1968). Tilraunir með framleiðslu á þurrkuðum hydr° lysötum úr slógi (þ.e. uppleysanlegu slógi) voru gerðar 1974 í samvinnu við Raunvísindastofm111 Háskóla íslands og var ætlunin að hún annaois mælingu á ensímvirkni í einstökum líffærum, maSlU þeirra og einangrun en Rannsóknastofnunin frafl1 leiddi sjálf hydrolysöt. Hydrolysöt af þessu tagierU vatnsleysanlegt, próteinauðugt mjöl og hafði fram leiðsla þeirra aukist mjög síðustu árin, einkum Frakklandi. Þau höfðu reynst mjög vel sem fóðuf- Eftirfarandi vinnsluskilyrði voru sérstaklega athug uð: sýrustig (pH) meltingarhitastig, þynning °~ áhrif viðbótarensíma. Einnig var geymsluþol sló§s rannsakað við ýmis skilyrði. Verðið á hydrolysöturrl ð blanda nýtaþað 436-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.