Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 11
er ritinu ætlað að verða laust við áróður flokkspólitísks
eðlis. Loks eru fregnir, sem sérstaklega varða félagsskap
lögfræðinga og laganema, lagalcennslu og lagapróf. Það er
mér auðvitað ofraun að greina nákvæmlega allt það, sem
tímaritinu hæfir, en hér hefur verið reynt að draga aðal-
markalínur um efni þess.
Þrír ágætir menn hafa gengið í nefnd til þess að hafa
hönd í bagga með útgáfu tímarits þessa, einn af dómurum
hæstaréttar (Árni Tryggvason), einn af prófessorum laga-
deildar háskólans (dr. Ólafur Lárusson) og einn af hæsta-
réttarlögmönnum (Theódór B. Líndal). Vænti ég góðs lið-
sinnis og góðrar samvinnu við þá. Fengið hef ég loforð
um fregnir af starfi dómstóla hér í bæ og af úrlausnum
fjármálaráðuneytis varðandi tolla og skattamál og úr—
lausnir ríkisskattanefndar um mál, sem til hennar ganga
og meginmáli mega skipta.
Vera má, að einhverjum þyki efni þessa heftis eigi svo
fjölbreytilegt eða að öðru svo vaxið sem æskilegt hefði
verið, og skal ekki borið á móti því, að svo kunni að vera.
En svarið er einfalt og á reiðum höndum: Annað efni
hefur ekki, borizt að svo tímanlega, að það gæti í þetta
fyrsta hefti komið, sem ákveðið var, að kæmi út eigi síðar
en í lok fyrsta fjórðungs þessa árs. Framvegis er ætlazt
til þess, að eitt hefti komi út á hverjum ársfjórðungi.
En eitt verða lagamenn að muna: Tímarit þeirra getur
ekki lifaö viö sæmilegan oröstír, nema margir þeirra leggi
því til •efni. Mikið að vöxtum þarf hver einstakur ekki að
leggja af mörkum, en sem flestir eitthvað.
E. A.