Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 43
Þjófamark (brcnnimark) samkvæmt islcnzkum lögum
36
telja dómendur á alþingi að vonum illvirki mikið og dæma
sökunaut til húðlátsrefsingar, sem næst gangi lífi hans, en
þjófwmark skal hann hafa „eftir lögmálsins hljóðan," ef
hann heldur lífi.1 2) Ef gert er ráð fyrir því, að hér hafi
verið framinn stuldur í fyrsta sinni, þá hefur átt að ákveða
refsingu eftir reglu D. 1. bls. 26—27, en samkvæmt henni
átti sökunautur að hafa fyrirgert öllu lausafé sínu og, ef því
var að skipta, 13 mörkum í fasteign. Um þetta er alls ekki
getið í dóminum, sem vera má af því, að sökunautur hafi
verið talinn eignalaus. Hýðing og mark er dæmt að álitum
(arbitrært), með stoð í Þingfararb. 4. Má því ætla, að
mark hafi dæmt verið hér fyrir fyrsta sinni framinn
tveggja marka þjófnað.
Árið 1681 hafði manni verið dæmt þjófsmark fyrir sauð-
stuld, en hann leysti sig undan því með því að gerast
böðull.2)
Árið 1697 er þjófur dæmdur til hengingar á alþingi, og
er sagt, að hann hafi fjórum sinnum undir dóm komið og
,,mark úttekið“.3) Samskonar segir um annan þjóf árið
1699.4) I báðum tilvikum vantar greinargerð um það,
fyrir hvaða þjófnað og hversu oft framinn markið hafi
verið dæmt.,
Árið 1701 segir, að maður hafi tvisvar verið refstur
fyrir eyris þjófnað og fengið brennimark. Síðar gerðist
hann sekur um hestaþjófnað og fleira, og var þá dæmdur
til hengingar, sem framkvæmd var á þingvelli 14. júlí.5)
Samskonar er um tvo aðra menn. Þeir höfðu stolið
tvisvar eða þrisvar til eyris. 1 öðru þessara mála greindi
menn á um það í lögréttu, hvort leggja mætti saman
hvinnskustuldi (smástuldi), og sýnist það hafa orðið uppi
1) Alþb. Isl. VII. 452.
2) Alþingisb. lsl. VII. 525.
3) Alþingisb. 1697 nr. 3.
i) Alþingisb. 1699 nr. 6, 50.
5) Alþingisb. 1701 nr. 11.