Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 38
30
Tímarit lögfrxðinga
til eyris ,,og marlc fengiS“.1) Það er í fullu samræmi við
ákvæði Jónsbókar Þjófab. 1. kap., að manni þessum hefur
verið dæmt þjófamark fyrir eyris stuld framinn öðru
sinni.
Árið 1585 dæmir Þórður lögmaður með dómsmönnum
sínum Hjálmar nokkurn Sveinsson til hýðingar fyrst, en
síðan lífláts fyrir margskonar þjófnað, enda hefur verð-
mæti þýfisins numið svo hundruðum skipti, að því er virð-
ist. Jónsbók segir ekki sérstaklega um svo mikinn þjófnað,
og hafa dómsmenn hér víst notað ákvæði Jónsbókar Þing-
fararb. 4. kap. En kona nokkur kemur við mál þetta, „sem
hyllt hafði og samþykkt þennan stuld" og neytt hafði af
þýfinu með þjófinum. Ekkert segir um það, hvort þetta
brot hafi verið hennar fyrsta brot eða ekki. En henni er
þó dæmd bæði hýðing og marlc.2) Hún sýnist vera dæmd
fyrir hlutdeild í þjófnaðinum sjálfum og svo fyrir af-
neyzlu þýfisins. Samkvæmt Jónsbók Þjófab. 1. kap. skyldi
sá jafnsekur þjófinum sjálfum, sem tekur við þýfi og
leggur laun á, en skyldi þó aldrei vera dræpur fyrir það.
Konan hefur verið dæmd eftir þessu ákvæði, en þjófa-
marks er þar þó ekki getið. Sennilega hefur dómendum
ekki þótt glöggt að kveðið í lögbók og því hafa þeir neytt
ákvæða Þingfararb. 4.
Árið 1587 stelur erlendur maður, að því er virðist, til
meira en tveggja marka á „kongsins garði“ (sennilega
Bessastöðum), sem var hans fyrsti stuldur hér í landi.
Þetta mál hefur átt að dæma eftir tilvikinu D. 1. hér að
framan, og hefði sökunautur þá átt að fyrirgera öllu lausa-
fé sínu en ella líklega sem svarar 13 mörkum úr fasteign,
ef til hefði verið. En maðurinn er sagður félaus með öllu,
og er houm því dæmt húðlát og mark.3) Hér mun einnig
neytt ákvæða Jónsbókar Þingfararb. 4. kap. Er það at-
hugandi, að hér er þjófi dæmt mark fyrir brot farið fyrsta
1) Alþb. Isl. I. 140.
2) Alþb. Islands II. 66.
3) Alþb. Isl. II. 104—105.