Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 42
34
Timarit lögfræöinf/a
segir ekkert um það, hvers virði þýfi hafi verið fyrra
skiptið, sem maðurinn er sagður hafa stolið. 1 öðru lagi
segir elcki, hvort hann hafi hlotið dóm fyrir það brot. Þar
að auki sýnist engin virðing hafa verið lögð á treyjuna,
heldur farið eftir sögusögn fógetans einni. Ef þýfið hefur
fyrra skiptið numið eyrisvirði, þá hefur verið að því leyti
dæmt að lögum seinna skiptið, en um það verður ekki sagt.
Árið 1672 höfðu dómsmenn í Rangárþingi kveðið upp
dóm yfir Erlendi nokkrum Henrikssjmi, og skyldi hann fá
húðlát og mark fyrir stuld. Sýslumanni og einum dóms-
manna hafði þó þótt dómurinn of harður, en lögmenn og
lögrétta staðfestu niðurstöðu meiri hluta dómsmanna.1)
Greinargerð um málavöxtu er svo ófullkomin, að ekkert
verður um það sagt, hvort dómur þessi er að lögum
dæmdur.
Árið 1676 hafði Sigurður lögmaður Jónsson látið þrjá
dóma ganga í héraði um stuldi Árna nokkurs Jónssonar,
og segir, að honum hafi fyrst verið dæmt húðlát og mark
og síðan henging. Voru dómar þessir staðfestir í lög-
réttu.2) Hér er sakalýsing einnig svo ófullkomin, að ekki
verður um lögmæti dómsins sagt. En ætla mætti, ef til
vill, að síðasta brot mannsins hefði annaðhvort verið eyris-
þjófnaður í fjórða sinn eða merkurþjófnaður í annað sinn.
Vera mætti þó, að maðurinn hefði tvisvar eða þrisvar
stolið til eyris, en síðasti þjófnaðurinn hafi verið merkur-
þjófnaður, og að dómendur hefðu þá neji;t ákvæða Þing-
fararb. 4, með því að lögbók greindi ekki, hvernig slík
tilvik skyldi dæma.
Árið 1679 verður Þórarinn nokkur Jónsson sannur að
stuldi frá írskum skipbrotsmönnum í Skaftafellsþingi.
Þýfið hafði verið virt á 104 álnir, sem gera 2% mörk, en
auk þess hafði sökunautur samkvæmt játningu sinni stolið
j/msu öðru, sem sýnist hafa numið talsverðu. Ekki kemur
það fram, að hann hafi áður orðið sannur að stuldi. Þetta
1) Alþb. lsl. VII. 239.
2) Alþb. Isl. VII. 337.