Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 14
Timnrit lögfrætiinya
6
En jafnan flutti hann mál sitt af drengskap og fullri trú-
mennsku.
Eggert Claessen var glæsimenni og hinn mesti gleði-
maður í vinahóp. Og hann var vinfastur og tryggur. Hann
var háttvís maður og prúður, enda laus við allt yfirlæti.
Hann var orðinn roskinn maður, er hann lézt. Samt stund-
aði hann störf sín til síðasta dags. Því mun andlát hans
hafa komið flestum á óvart. Og allir munu stéttarbræður
hans sakna hans úr hópi sínum og þykja ófullt og opið
standa rúmið, sem hann skipaði meðal þeirra. GAS
Nokkur orð um erfðarétt
I. Sögudrættir.
Eins og kunnugt er, skiptu ættartengsl manna miklu
meira máli í fornöld og lengi fram eftir öldum en þau
gera nú. Samkvæmt Kristinrétti Árna biskups frá 1275,
27. kap., var t. d. fjórmenningsfrændsemi milli karls og
konu hjúskapartálmi. Um framfærsluskyldu var það
lengstum svo, að framfæra skyldi maður fjórmenninga
sína og nánari frændur, ef hann átti tilskilin efni, enda fór
þetta eftir því, hversu skyldleikinn var náinn. Skylda for-
eldra og barna sín á milli var þó skilyrðislaus, Jónsbók
Kvennagiftingai- 23. kap. Hjón skyldu og framfæra hvort
annað, Kvennag. 24. kap. Með fátækrareglugerð 8. jan.
1834 II. kafla, var framfærsluskyldan takmörkuð frá því,
sem áður var. Foreldrum var framvegis skylt að annast
börn sín, og börn manns og niðjar skyldu einnig fram-
færa foreldra sína og foreldraforeldra, ef efni voru til og
ástæður. Loks skyldu prestur og hreppstjóri reyna að fá
aðra ættingja til þess að framfæra skyldmenni sín, svo að
þau færu ekki á sveit. Með fátækralögum nr. 44/1905 2.—