Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 40
32
Tímarit löyfræSinga
er honum dæmt „að leysa húð sína“ 6 mörkum, en „ef
hann leysir ei, þá sé brugðið lykli á kinn honum, sem lög
gera ráö fyrir“.1 2) Dómur þessi er verður athygli af tveim-
ur ástæðum. 1 fyrsta lagi sýnist þetta vera fyrsti dómur,
sem upp er kveðinn yfir sökunaut fyrir stuld. Samt sem
áður er hann dæmdur fyrir eyrisstuldinn síðari eins og
fyrir öðru sinni framið brot. Með öðrum orðum: Það skil-
yrði nútíðarmanna til ítrekunarrefsingar fyrir brot, að
dómur hafi gengið um hvort eða hvert brotanna, áður en
ið síðara eða síðasta var framið, er ekki sett. Síðari stuld-
urinn er hér metinn sem öðru sinni framið brot, enda þótt
dómur hafi ekki gengið um fyrri eyrisstuldinn, áður en sá
síðari var framinn. 1 öðru lagi er beinlínis gert ráð fyrir
því, að sökunautur geti leyst sig undan brennimerkingu
með greiðslu 6 marka gjaldsins. Hinsvegar er það óglöggt
eftir orðalagi dómsins, hvort sökunautur skuli bæði sæta
hýðingu og brennimerkingu, ef sektin greiðist ekki. Eftir
ákvæðum Jónsbókar Þjófab. 1. kap. hefur það orðið að
fara, og er ekki vafasamt, að sökunaut skyldi þá bæði hýða
og brennimerkja.
Árið 1592 dæmir Þórður lögmaður með dómendum sín-
um annan dóm á Heggsstöðum. Maður nokkur játaði sig
hafa „tekið mör úr sauð ólafs Þorvaldssonar lifandi“ og
„lagzt undir fénað manna og drukkið, síðan honun var
refst.“. Er manninum dæmt húðlát þegar í stað og i.ojtrk,
sem þó má láta undan ganga, ef hann leiðréttir sig, en
þegar skyldi hann markaður, ef hann hyrfi aftur til sömu
yfirsjónar.-) Svo virðist, sem manninum hafi verið áður
refsað fyrir stuld, og að mörstuldurinn sé öðru sinni fram-
inn þjófnaður. En ekkert segir um verðmæti þýfisins. Þeir,
sem sugu kú annars manns, skyldu vera réttlausir (þ. e.
bótalausir, ef á hlut þeirra var gert), en önnur refsing
var þeim ekki mælt, Jónsbók Þjófab. 10. kap. Ekki er unnt
að segja um það með vissu, hvort lögmælt skilyrði hafi
1) Alþb. ísl. II. 230.
2) Alþb. Islands II. 321.