Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 33
Þjófamark (brcnnimcirk) samkvæmt íslenzkum lögum 25 við tiltekið atvik átti, eins og jafnan verður, enda þótt lög séu fullkomnari en lög Jónsbókar voru. 1. Brot framið fyrsta sinni. Þá skyldi brotamaður ,,leysa húð“ sína þremur mörkum (144 álnum eða 1, 2 hundruð- um) við konung. Þetta hefur merkt það, að aðili skyldi sæta hýðingu, ef fé var ekki greitt. Dómarar hafa sjálf- sagt átt að ákveða tölu vandarhagga hverju sinni, en snemma hefur komizt venja á um það, hversu mörg vandar- högg skyldu koma fyrir hverja ógreidda mörk. 2. Ef maður stal öðru sinni, þá skyldi hann leysa húð sína sex mörkum, ,,en ef hann leysir eigi, ok sé brugðið lukli á kinn honum“. Hér er þá heimild til brennimarks. En svo sýnist sem það skyldi því aðeins á leggja, að brota- maður greiddi ekki ina tilskildu fjárhæð. Greiðsla hennar hefur þá leyst aðilja bæði undan húðláti og brennimerk- ingu. Þó er þessi skilningur alls eigi vafalaus, því að svo má líka skilja ákvæðið, að fjárgreiðslan leysi aðeins undan húðlátinu, en eigi undan brennimarkinu. Dómendur hafa því einnig hér mátt dæma svo sem þeim þótti sannlegast samkvæmt Þingfararb. 4. kap. Löggjafinn hugsar sér lykil hitaðan og lagðan á kinn brotamanni. Slíkt merki hafa menn svo mátt síðan sjá á vanga brotamanns og hafa ekki um það villzt, hvað það merkti. örið eftir brunann hefur sagt til sín. Kinnlýtin hefur brotamaður borið á sér til dauðadags. Þau voru nokkurs konar opinber auglýsing um það, að hann væri þjófur. Slíkir menn, sem í þá raun rötuðu að stela 1 annað sinn til eyris eða meira, hafa venju- lega verið algerir öreigar og andlega volaðir menn, er hafa sjaldnast átt fé til þess að leysa húð sína, enda voru sex merkur eigi svo lítið fé. Þær námu 2, 4 hundruðum eða nálægt hálfu þriðja kúgildi, svo að það hefur venjulega alls ekki verið á færi brotamanns að gjalda það, enda aðrir ólíklegir til þess að hafa bæði fé og vilja til slíks gjalds. Þeir, sem markið fengu, voru taldir úrhrak mannfélagsins, sem fáir hafa viljað hafa, enda hafa brennimerktir menn venjulega verið á flakki og flækingi og dregið fram lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.