Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 36
28 Timarit löfff ræÖiv ga skuli meta eyrisstuld eða hvinnsku. Og alveg samsvarandi gegnir um hina flokkana. Engin leiðbeining felst heldur í ákvæðum Þjófab. 1. kap. um ítrekunarverkun brots í ein- um flokki á refsingu fyrir brot í öðrum flokkum, t. d. um verkun hvinnsku á refsingu fyrir eyrisstuld, eyrisstuldar á merkurstuld, merkurstuldar á eyrisstuld o. s. frv. En með því að lögbók „skilr“ þessi atriði ekki, þá hafa dóm- endur samkvæmt Þingfararb. 4. kap. mátt dæma svo um þessi atriði sem þeim leizt löglegast innan þeirra marka, sem refsingum eru sett. En þar máttu oft vandkvæði á verða. Hvernig átti t. d. að refsa manni, sem fyrst var dæmdur fyrir eyrisstuld, en síðan fyrir merkurstuld? Það sýnist ljóst, að hann gat ekki fengið vægari refsingu en merkurstuldur fyrsta sinni hafði í för með sér (13 marka sekt eða útlegð að öðrum kosti). En ef fésektin galzt ekki, átti hann þá að fá brennimark, eins og hann hefði fengið fyrir eyrisstuld öðru sinni jafnframt útlegðinni? Og hvernig skyldi með fara, ef útlegðarrefsingin var honum eftir gefin? Sennilegt er, að þá hefði önnur refsing (húð- lát) verið látin koma móti, að minnsta kosti ef aðili fékk að koma aftur til landsins skjótlega eða eftirgjöfin hafði verið veitt áður en til utanfarar kæmi. Sá, sem hefur þrisvar sinnum orðið sekur um eyrisstuld, skyldi dræpur, ef hann „stelur“ oftar. Samskonar er sagt um þann, sem einu sinni áður hefur gerzt sekur um merkur- stuld. Einnig segir um þann, sem einu sinni hefur gerzt sekur um tveggja mai-ka stuld, að hann skyldi hafa fyrir- gert fé og lífi, ef hann verður oftar að „þýfsku“ kenndur. Eftir orðunum skiptir það ekki máli, hversu lítilfjörlegur síðasti (eða síðari) stuldurinn er, þegar maður hefur áður stolið þrisvar til eyris eða einu sinni til einnar merkur eða tveggja. En hugsa mætti sér, að þrengjandi bæri að skilja orðin, þannig að átt væri við samskonar stuld eða meiri, eins og gert var ráð fyrir hér að framan. Sá, sem sekur varð um merkurstuld eftir þrisvar sinnum framinn eyris- stuld, hefur varla orðið betur úti, en ef hann hefði þá gerzt sekur um eyrisstuld. En á sá, sem þrisvar sinnum hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.