Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 80
72
Tímarit lögfræöinga
H. Þ. krafðist þess, að útgerðarmennirnir yrðu dæmdir
til að greiða skuld þessa in solidum.
t}tgerðarmennirnir töldu, að hér hefði verið um félags-
útgerð að ræða, er hver félaganna hefði aðeins átt ákveðinn
hundraðshluta í. Þar sem svo hefði verið ástatt, bæru þeir
hver um sig aðeins ábyrgð á skuldbindingum útgerðar-
innar að tiltölu við eignarhluta sinn í útgerðinni samkv.
ákvæðum 14. gr. sigll.
Talið, að ákvæði 14. gr. sigll. ættu aðeins við um skips-
eigendur, en ekki skipaleigjendur, og að útgerðarmenn-
irnir bæru solidariska ábyrgð á kröfu þessari.
(Dómur B.þ. R. 8/2 1950).
d) REFSIRÉTTUR.
I dagblaði einu birtust meiðyrði um Ó. Hann höfðaði
mál og krafðist þess, að ummælin yrðu ómerkt, ristjóra
blaðsins refsað fyrir þau og honum gert að greiða miska-
bætur. samkv. ákvæðum 264. gr. hgl.
Ritstjórinn taldi ummælin ekki meiðandi og mótmælti
sérstaklega, að Ó. yrðu dæmdar miskabætur vegna þeirra,
þar sem ósannað væri, að Ó. hefði beðið nokkur álitsspjöll
vegna þeirra.
Talið var, að ummælin væru meiðandi fyrir Ó., þau
voru ómerkt og ritstjóranum refsað fyrir þau. Þá var
hann dæmdur til að greiða Ó. kr. 1000,00 í miskabætur,
enda þótt ekki hefðu verið leiddar sannanir að því, að um-
mælin hefðu valdið honum álitsspjöllum, þar sem þau
voru talin til þess fallin.
(Dómur B.þ. R. 9/6 1950).
e) STJÓRNARFARSRÉTTUR.
Skipting útsvars milli sveitarfélaga.
Á árinu 1947 starfaði B., sem átti lögheimili í R., um
nokkurt skeið í S. Á árinu 1948 var lagt útsvar á B. i R.
og var útsvarið miðað við tekjur þær, sem hann hafði haft
á báðum stöðunum, og greiddi B. það útsvar. Samkomulag
náðist ekki um skiptingu útsvarsins milli bæjarsjóðs R. og