Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 32
24 Tbnai'it lögfræöinga brotum í Stóradómi 1565, enda urðu hýðingar vararefsing í þeim sökum, ef menn gátu ekki greitt fésektir þær, sem dæma skyldi þeim á hendur. Dæmi um limalát eru til frá Jónsbókartímabilinu. Skal það eitt hér greint, að Símon nokkur Brandsson, sem veitt hafði manni mikla áverka, var 1645 dæmdur til þess að missa annað eyrað, þumal- fingur á hægri hendi og tvo næstu fingur honum, enda var sú refsing þegar á lögð eftir dóminn á alþingi.1) Þá kemur að brennimarkinu. Það var þjófum einum mælt, og eru ákvæðin um það í Jónsbók Þjófab. 1. kap., sem tekinn er að mestu leyti úr Landslögum Magnúsar kon- ungs Hákonarsonar lagabætis frá 1267. 1 Jónsbók Þjófab. 1. kap. er greint milli fjögurra tegunda þjófnaðar. A. Ef þýfi nemur minna en eyri (6 álnum), svo sem ef maður stelur hundi manns eða ketti, kníf eða belti. Sá þjófnaður var nefndur hvinnska og brotamaður var nefnd- ur hvinn (hvk.). Sekt til konungs, 2 aurar, lá við, enda skyldi greiða eiganda þýfis einn eyri, en brotamaður skyldi fá nafnbótina: Maðr at verri. B. Ef þýfi nam eyri eða meira allt að einni mörk (8 aur- um eða 48 álnum). Þá var greint milli brots framins fyrsta sinni og brota oftar framinna. Ekkert segir um það, að dómur skyldi hafa gengið um brot, áður en það gæti verkað til refsiauka fyrir síðara brot. Með því að þetta atriði var ólögmælt, var dómendum heimilt að dæma svo sem þeim þótti sannlegast samkvæmt Jónsbók Þingfararb. 4. kap., þar sem svo segir: ,,En allt þat, er lögbók skilr eigi, þá skal þat úr hverju máli hafa, sem lögréttumenn allir verða á eitt sáttir. En ef þá skilr á, þá ráði lögmaðr og þeir, sem honum samþykkja, nema konungi með skynsamra manna ráði lítist annat lögligraMeð skírskotun til þessa ákvæðis gátu lögmaður og lögrétta jafnan dæmt svo sem þeim þótti sannlegast, þar sem ákvæði Jónsbókar (eða annarra laga síðar) skáru ekki tvímælalaust úr, en það var auðvitað oft, að annað hvort var ekkert í lögbók eða öðrum lögum, sem 1) Alþingisb. Islands VI. 142—143.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.