Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 83
Nitjánda þing norrxnna lagamanna
75
Þeir, sem þegar hafa gerzt félagar í norræna lagamanna-
sambandinu, teljast það áfram, þar til úrsögn hefur borizt
stjórn hverrar deildar. Islenzkir lögfræðingar geta orðið
félagar í sambandinu, ef þeir tilkynna það framkvæmda-
stjórn íslenzku deildarinnar.
öllum skráðum félagsmönnum ber að greiða félags-
gjald, ísl. kr. 25.00, fyrir 1. maí 1951, og veitir gjaldkeri
framkvæmdastjórnar, Theodór B. Líndal hæstaréttarlög-
maður, félagsgjöldum viðtöku. Gegn greiðslu félagsgjalds-
ins fá félagsmenn, hvort sem þeir sækja þingið eða ekki,
prentaðar umræður frá þinginu og ritgerðir aðalfram-
sögumanna.
1 framkvæmdastjórn íslenzku deildarinnar:
Árni Tryggvason Olafur Jóhannesson Th. B. Líndal
hæstaréttard. prófessor hæstaréttarl.
Aths.
Fyrsta hefti ritsins verður sent öllum lögfræðingum og
laganemum og þeim öðrum, sem ætla má að áhuga hafi á
lögfræðisefnum.
Þrátt fyrir síaukinn útgáfukostnað kostar árangurinn
ekki nema 75 krónur og mun verða seldur laganemum
fyrir hálfvirði.
Með öðru hefti, sem væntanlega kemur út í júnímánuði
n. k., verður send póstkrafa fyrir árgjaldinu og hætt að
senda ritið þeim, sem ekki innleysa hana.