Tímarit lögfræðinga - 01.03.1951, Blaðsíða 34
26
Tímarit lögfræðinga
á betli og stuldum, þar til þeir voru teknir fyrir stuld af
nýju og enduðu líf sitt eigi sjaldan í gálganum.1)
3. Eyrisstuldur þriSja sinni varðaði sex mörkum til kon-
ungs og skilyrðislausu húðláti. Brennimark er ekki nefnt,
og sýnist ekki til þess ætlazt, að aðili væri markaður oftar
en einu sinni. Vandarhaggatalan er ekki ákveðin, og hefur
því dómendum verið ætlað að ákveða hana hverju sinni.
4. Fjórða sinni framinn eyrisstuldur varðaði dauðarefs-
ingu. Hún var jafnan framkvæmd með hengingu í gálga.
Bera enn í dag ýmis örnefni þessum refsihætti vitni, t. d.
Gálgaklettar, Gálgahraun o. s. frv. Dæmdir þjófar áttu
auðvitað ekki kirkjulægt, enda voru jarðneskar leifar
þeirra venjulega dysjaðar einhvers staðar í nárnunda við
aftökustaðinn.
C. Næst kom stuldur, þar sem þýfi var taliS ein mörk og
allt aö tveimur mörkum. Þar var og greint milli þjófnaðar,
framins fyrsta eða öðru sinni.
1. Merkurstuldur framinn fyrsta sinni varðaði 13 marka
sekt (5, 2 hundr.) til konungs, enda skyldi brotamaður
fara útlægur, ef sekt galzt ekki. Má fara nærri um það,
að fæstir brotamenn hafa getað goldið þá fjárhæð, og út-
legð hefur því jafnaðarlega orðið þeirra hlutskipti. Brenni-
marks er ekki getið. Þess hefur sennilega ekki verið talin
þörf, með því að brotamaður skyldi fara af landi brott.
Manni, Gísla nokkrum Eiríkssyni, sem stolið hafði til
8 vætta og þó nokkru meir, er þó dæmt mark 1690, og virð-
ist það hafa verið þjófnaður fyrsta sinni framinn. 2)
2. Merkurstuldur Ö5ru sinni varðaði dauðarefsingu. Hún
var framkvæmd með hengingu í gálga með sama hætti sem
sagt var um eyrisstuld fjórða sinni.
D. Efsta stig þjófnaðar, ef svo mætti segja, var stuldur
til tveggja marka og þar yfir. Var og greint milli stuldar
framins fyrsta eða öðru sinni.
1) 1 manntali 1703 eru t. d. nafngreindir þrír „markaöir þjófar“ meöal
umrenninga í Gnúpverjahreppi og einn í Mosfelssveit (Manntal 1703
bls. 32. 534).
2) Alþingisbók 1680 nr. 10.