Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 38
c) og d) í þessum liðum er fjallað um vitna- og mats-
mál. Samkv. orðalaginu skiptir það engu, hvort málin eru
sjálfstæð eða þættir úr aðalmáli að formi til, sbr. hins
vegar orðalag 2. tl. 198. gr. eml. „Sjálfstæðum mats vitna
og eiðsmálum“.
Orðalag ákvæðanna er svo vítt, sbr. orðin „og önnur
atriði er varða vitnaleiðslu“ í a-lið, „og önnur atriði, er
varða matsstarfann“ í d-lið, að það felur nánast í sér að
dómsathöfnum á þessu sviði verði aðeins raskað með
kæru en ekki sjálfstæðri áfrýjun. Þetta þarf þó að athuga
nánar.
Atriði þau, sem greind eru i c-lið, varða fyrst og
fremst vitni. Þar er nefnd skylda vitnis til vættisburð-
ar, þ. e. hvort það eigi undanþágurétt eða hvort um
heimildarbrest sé að ræða. Um hið síðara er þó at-
hugandi, að auk vitnis geta og aðilar og aðrir, er hlut
eiga að máli, borið heimildarbrest vitnis fyrir og vakn-
ar þá sú spurning, hvort fara beri áfrýjunar eða kæru-
leið ef sá, sem hagsmuna hefur að gæta, annar en vitn-
ið, vill skjóta til Hæstaréttar úrlausn héraðsdóms um
heimildarbrestinn. Svarið er tvímælalaust, að því er
snertir vitnið, þvi að um það atriði er bein kæruheimild.
Vafasamara er um aðra aðila. Við skýringuna ber að hafa
í huga bæði 17. gr. hrl. og hið víða orðalag c-liðs 21. gr.
i.f. Þegar borin er saman 17. gr. hrl. og þeir liðir 21. gr.,
sem hér eru til athugunar, kemur i ljós, að í 17. gr. er
orðið áfrýjun notað um öll tilvik málskots aukamála, þ. e.
bæði, þegar þeim er skotið til Hæstaréttar í sambandi við
aðalmál og sjálfstætt. Það er í samræmi við almennar
reglur, að aukamálum má skjóta til Hæstaréttar ásamt
aðalmáli. Hins vegar virðist vera ósamræmi í því að sjálf-
stæð áfrýjun aukamála sé heimiluð í 17. gr. jafnframt því,
sem kæruleið er heimiluð í c- og d-lið, 21. gr., því að
meginstefna hrl. er, að fækka kæruheimildum frá því
sem var og þá því fremur heimildum til sjálfstæðrar
áfrýjunar einstakra þátta máls og aukamálum þess, enda
36
Tímarit lögfræðinga