Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 51
1 þessum litS er orðið uppboð notað, og nær ákvæðið þvi
kvæmir. Hins vegar skipta uppboð, sem menn, löggiltur
berra uppboða, sem hinn reglulegi uppboðshaldari fram-
ekki aðeins til nauðungaruppboða, heldur og frjálsra opin-
samkvæmt lögum nr. 113/1951, ekki máli hér. Slík upp-
boð lúta samningsreglum í einu og öllu.
b) Hvaða verðmæti skuli selja. Þegar um fasteignir,
skip og loftför (sbr. lög nr. 20, 16/4 1966) er að ræða,
kæmi hér helzt til álita, hvert er fylgifé hinnar seldu
eignar. Lausafé þarf að sérgreina, sbr. 37. og 42. gr. Uppl.
Til áfrýjunar kæmi helzt, ef á skorti um sérgreiningu eða
vafi væri á um það, hver væri eigandi hlutar eða ætti annan
rétt á honum.
c) Uppboðsgerðin sjálf. Hér má vísa til þess, sem
sagt var hér á undan um b-lið, 2. tölulið 21. gr. og c-lið,
3. tl. sömu greinar, svo og laganna um uppboð nr. 57/1949.
d) Hverjir skuli fá uppboðsandvirði greitt og hve mik-
ið hver. Samkvæmt 34. gr. uppl. fer úthlutun uppboðsand-
virðis fram með nokkuð svipuðum hætti og úthlutun til
skuldheimtumanna í þrotabúi. Þegar um uppboð er að
ræða, kemur þó einungis til skipta andvirði hins selda,
en um það, hverjir eigi hlut í því og hver réttarstaða þeirra
er innbyrðis, ákveður uppboðshaldari, líkt og þegar skipta-
ráðandi semur úthlutunargjörð í búi. Ákvarðanir uppboðs-
haldara í þessum efnum sæta áfrýjun samkv. þessum lið.
e) Utgáfa uppboðsafsals á fasteign eða skipi. í næsta
lið á undan er um að ræða réttarstöðu kröfuhafa sín i milli
og gagnvart uppboðsþola. Hér er hins vegar um réttar-
stöðu kaupanda að ræða, sbr. 33. gr. uppl. Afsalið (ekki
hamarshögg) felur í sér slit eignarréttar uppboðsþola og
stofnun eignaréttar til handa kaupanda, þ. e. hin efnislegu
úrslit uppboðsins, að því er varðar eignarréttinn á hinu
selda, sbr. og 36. gr. uppl. Ákvæðið á ekki við um lausa-
fé, enda er ekki um neitt formlegt afsal á lausafé að ræða,
heldur flytzt eignarrétturinn yfir, er uppboðshaldari sam-
þykkir boð og lætur það í ljós með hamarshöggi, sbr. 44.
Tímarit lögfrœðinga
49