Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 48
andi þá skyldu samkv. 34. gr. skl., en um málskot ræður
d-liður 21. gr. hrl. C-liður á hins vegar við um það, ef
skuldunautur telur rétt sinn því til fyrirstöðu, að eign sé
dregin undir búið, sbr. einkum 11. gr. gjþskl.
d) „Pdfting ráðstafana að svo miklu leyti, sem þau
atriði kunna að koma undir úrlausn skiptaréttar“. Rifting-
armál fara venjulega eftir ákvæðum 30. gr. gjþskl. og á
þá hérgreint ákvæði ekki við. En synjun um viðurkenn-
ingu réttinda þriðja manns á hendur búinu verður stund-
um rökstudd með því, að gerningurinn, sem þriðji maður
reisir kröfu sína á, sé riftanlegur og tilkalli þriðja manns
verði synjað af þeim ástæðum. Dæmi slíks er, að þriðji
maður telur sig eiga sjálfsvörzluveð í munum bús, en til
réttarins var stofnað til tryggingar skuld, sem eídri var
en veðrétturinn og innan 6 mánaða frestsins samkv. 20.
og 21. gr. gjþskl. Tilvik, sem þessi mundu víst oftast falla
undir b-lið hér á undan, en d-liðurinn tekur af öll tvímælí
um að úrskurður skiptaréttar, er synjar þriðja manni
réttar með þeim rökum að ráðstöfunin sé riftanleg, sætir
áfrýjun, ef til málskots kemur.
e) „Skiptagerðin sjálf“. í liðununr hér á undan hefur
verið rætt um tilteknar ákvarðanir skiptaréttar, er sæta
áfrýjun. Ef ákvörðun er felld úr gildi, hvort heldur er
vegna formlegra eða efnislegra galla, getur það leitt til
þess, að síðari aðgerðir skiptaréttar verði þá einnig felldar
úr gildi, og er hér um að ræða lík úrslit og þegar meðferð
venjulegs dómsmáls er ómerkt eða því vísað frá héraðs-
dómi. Hér er hins vegar um að ræða „skiptagjörðina
sjálfa“. Undir ‘það orðalag mun falla frumvarp til úthlut-
unargjörðar samkv. 37. sbr. og 38. og 39. gr. skl., svo og
úthlutunargjörð samkv. 49. gr. sömu laga, sbr. og 35. gr.
gjþskl. Ástæður til þess, að frumvarp eða úthlutunargerð
er áfrýjað til breytinga eða ómerkingar að noklcru eða
öllu, geta verið ýmsar, m. a. þær, sem ræddar eru í a—d-
lið. En haf! ákvörðun verið áfrýjað eða hún kærð og efnis-
46
Tímarit löqfræöinga