Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 6
en ákjósanlegt hefði verið. En hitt er satt, að livorki
honum né neinum öðrum gat fyrirfram verið fullkom-
lega Ijóst, i hvað var ráðizt, né sumt það, sem við var
að etja. Tvennt hygg ég samt óhætt að fullyrða til þess
að vega á móti sumum vonbrigðum. Ekki hefur verið
slakað á klónni, nema síður sé, um að vanda útgáfuna
eftir föngum og kjósa heldur að gera betur en hafa
hraðan á, ef um slíkt var að velja. Og það er trúa min,
að héðan af sé óhugsandi að leggja árar í bát, fyrr en
náð hefur verið settu marki, hvort sem það tekur lengri
eða skemmri tíma og hverjir sem þá leggja hönd að
verki.
Þetta átti raunar að vera styttra mál en komið er.
En elcki verður því lokið, án þess að ég drepi á þau
kynni, sem ég hef fengið af manninum, jafnframt sam-
starfinu við forseta Fornritafélagins. Um Jón Ásbjörns-
son þori ég óhikað að nota orð Hórazar: integer vitae
scelerisque purus, vammlaus og vítalaus. Hann mundi
aldrei skoða hug sinn um að hafa það, sem sannara
reynist, þótt það brjóti í bág við annað, sem hann hefði
heldur kosið, að satt væri, — og hafa samstarfsmenn
hans við útgáfu fornsagnanna sannast að segja stund-
um reynt þolrifin að þessu leyti. Þótt hann sé fjarri
því að vera nokkur veifiskati i skaplyndi, er honum
gefin hlutlæg dómgreind og objektivitet, sem stendur
jafnt rótum í vitsmunum og siðferði. Mikið orð fór af
honum sem málaflutningsmanni, og vafalaust hefur
hann aldrei brugðist þeirri skyldu sinni að gera mái-
stað skjólstæðinga sinna svo góðan sem efni stóðu til.
En þrátt fvrir traust mitt á honum, mundi ég hafa hik-
að við að leita til hans með mál, sem hefði þurft að
fegra fyrirfram. Þessari hlutlægni hans fylgir samt eng-
inn kuldi, eins og stundum getur átt sér stað. Sömu
ræktarsemi, sem hann liefur sýnt þjóð sinni og gersem-
um hennar, hefur hann í einkalífi sinu látið vini og
vandamenn njóta i rikum mæli. Og á þessum afmælis-
4
Tíniarit lögfræðinga