Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 52
gr. uppl. Ákvæðið á hins vegar við um loftför, sbr. lög nr.
20, 16/4 1966, um breytingu á lögum nr. 57/1949.
5. f lok 21. gr. er svofellt ákvæði: „Einnig er hverjum
þeim, sem telur héraðsdómara hafa gert á liluta sinn í
dómarastarfi, j-étt að kæra hann fyrir Hæstarétti, og getur
Hæstiréttur veitt dómara áminningu eða dæmt honum að
greiða sekt að fjárhæð 200—4.000.00 kr. til ríkissjóðs“.
Áður hefur verið vikið að því, að þessi kæruheimild
verður víst ekki notuð lil þess að fá ákvörðunum héraðs-
dómara breytt. í því efni verður að leita heimildar í þeim
4 liðum 21. gr., sem ræddir hafa verið hér á undan, eða
þá, ef svo vill verkast, í sérlögum.
Hérgreint ákvæði samsvarar 4. 1. 34. gr. eml. og nær tii
þess tilviks, að framkoma dómara hafi verið svo ámælis-
verð, að vítum varði. Er þá eftir atvikum hægt að beita
áminningu eða sekt, sbr. Hrd. XXXVII-535.
Vafasamara er, hvort í þessu ákvæði felist heimild til
kæru í þvi skyni að koma fram þeim viðurlögum á hendur
dómara, sem 2. og 3. 1. 34. gr. eml. fjallar um. I þeim
liðum er rætt um að áfrýja megi sjálfstætt i því skyni
að koma fram skaðabótakröfu á hendur dómara vegna
meðferðar hans á málinu (2. 1.) svo og til þess að fá
dómara sektaðan (3. 1.). I 4. 1. 34. gr. er vísað til 3. 1. og
verður ekki annað séð en að báðar leiðir, sjálfstæð áfrýj-
un og kæra, hafi verið opnar til þess að koma fram kröfu
um sekt á hendur dómara. Þetta er algerlega andstætt
aðalstefnu hæstaréttarlaganna og óhagkvæm regla, eins
og áður hefur verið vilcið að. Þess hefur áður verið getið,
að við samningu hrl. var frv. að nýjum einkamálalögum
haft í huga öðrum þræði. I 19. og 20. gr. frv. eru ákvæði
um dómaraábyrgð, er skyldu koma í stað 34. gr. eml. 1
2.1. 19. gr. frv. er Hæstarétti veitt heimild til þess að veita
héraðsdómara áminningu eða gera honum sekt á liendur,
ex officio, ef efni standa til. Virðist samkv. grg. ekki hafa
verið ætlazt til að hér yrði breytt frá 3. 1. 34. gr. eml. Þó
50
Tímarit lögfræðinga