Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 30
Hér eru greinileg áhrif á kosninguna frá hinum fráfarandi lögmönnum, sem raunar annar var látinn. Sonur annars er kjörinn og virðist liafa verið einn i kjöri, en í stað hins voru 4 menn í kjöri, þrir af þeim bróðursynir hins látna, sem var barnlaus. Einn hinna þriggja hlaut embættið með hlutkesti.1) Sögn er um það, að þegar embætti Gísla Þórðarsonar varð laust 1614, hafi Ara sýslumanni í Ögri Magnússyni, sem verið hafði einn hinna fjögurra í lögmannskjörinu að norðan og vestan 1606, verið boðið embættið, en hann hafi ekki viljað þiggja.2) Þá var Gísli Hákonarson kjörinn og fékk konungsbréf fyrir embættinu 25. apríl 1615.3) Þegar Jón Sigurðsson hafði verið dæmdur frá embætti 1618, voru fjórir menn tilnefndir í lögmannsembætti, Ari í Ögri, sem tvisvar áður hafði komið til greina, Jón i Haga bróðir hans, sem einu sinni áður hafði verið í kjöri, Magnús Björnsson og Halldór Ölafsson og hlaut Halldór embættið með hlutkesti. Konungsbréf fyrir embættinu féklc hann 11. maí 1622.4) Þegar Gísli lögmaður Hákonarson dó, var kosinn lögmaður í lians stað á Alþingi 1631. 1 kjöri voru Þorsteinn sýslum. Magnússon, Þorleifur sýslumaður Magn- ússon, bróðir þeirra Ara og Jóns, sem áður höfðu verið í kjöri, og Árni Oddsson. Við hlutkesti kom upp hlutur Árna og fékk hann konungsbréf fyrir embættinu útgefið 1. marz 1632.5) Þegar Halldór Ölafsson lögmaður að norðan og vestan dó, átti að kjósa lögmann í hans stað á Alþingi 1639. Björn á Skarðsá segir svo i annál sínum: „Varð Magnús Bjarnarson lögmaður á alþingi með vilja og aðfylgi hirðstjórans Pros Mundt“.6) Er svo að skilja, að höfuðsmaður hafi komið því til leiðar, að aðrir urðu !) Ann. ísl. V, bls. 195. 2) Safn til sögu íslands II, bls. 131. 3) Safn til sögu íslands III, bls. 131. 4) S. st., bls. 132. 5) S. st., bls. 133. 6) Ann. ísl. I, bls. 257. 28 Tímarit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.