Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Page 30
Hér eru greinileg áhrif á kosninguna frá hinum fráfarandi
lögmönnum, sem raunar annar var látinn. Sonur annars
er kjörinn og virðist liafa verið einn i kjöri, en í stað hins
voru 4 menn í kjöri, þrir af þeim bróðursynir hins látna,
sem var barnlaus. Einn hinna þriggja hlaut embættið með
hlutkesti.1)
Sögn er um það, að þegar embætti Gísla Þórðarsonar
varð laust 1614, hafi Ara sýslumanni í Ögri Magnússyni,
sem verið hafði einn hinna fjögurra í lögmannskjörinu að
norðan og vestan 1606, verið boðið embættið, en hann hafi
ekki viljað þiggja.2) Þá var Gísli Hákonarson kjörinn og
fékk konungsbréf fyrir embættinu 25. apríl 1615.3) Þegar
Jón Sigurðsson hafði verið dæmdur frá embætti 1618, voru
fjórir menn tilnefndir í lögmannsembætti, Ari í Ögri, sem
tvisvar áður hafði komið til greina, Jón i Haga bróðir
hans, sem einu sinni áður hafði verið í kjöri, Magnús
Björnsson og Halldór Ölafsson og hlaut Halldór embættið
með hlutkesti. Konungsbréf fyrir embættinu féklc hann 11.
maí 1622.4) Þegar Gísli lögmaður Hákonarson dó, var
kosinn lögmaður í lians stað á Alþingi 1631. 1 kjöri voru
Þorsteinn sýslum. Magnússon, Þorleifur sýslumaður Magn-
ússon, bróðir þeirra Ara og Jóns, sem áður höfðu verið í
kjöri, og Árni Oddsson. Við hlutkesti kom upp hlutur
Árna og fékk hann konungsbréf fyrir embættinu útgefið
1. marz 1632.5) Þegar Halldór Ölafsson lögmaður að
norðan og vestan dó, átti að kjósa lögmann í hans stað á
Alþingi 1639. Björn á Skarðsá segir svo i annál sínum:
„Varð Magnús Bjarnarson lögmaður á alþingi með vilja
og aðfylgi hirðstjórans Pros Mundt“.6) Er svo að skilja,
að höfuðsmaður hafi komið því til leiðar, að aðrir urðu
!) Ann. ísl. V, bls. 195.
2) Safn til sögu íslands II, bls. 131.
3) Safn til sögu íslands III, bls. 131.
4) S. st., bls. 132.
5) S. st., bls. 133.
6) Ann. ísl. I, bls. 257.
28
Tímarit lögfræðinga