Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 45
vaxtaliæð o. s. frv. Almennt mun þessi regla einnig gilcln
um formsatriði, sbr. 17. gr. hrl. Iiér gæti því opnazt leið
til þess að áfrýja máli varðandi einhver smávægileg efnis-
atriði og þá jafnframt um frestsynjun. Hins vegar kemur
þessi leið ekki til greina um formsatriði eingöngu, því að
með því væri opnuð leið til þess að fara í kringum þær
takmarkanir, sem á sjálfstæðri áfrýjun eru, svo og kæru.
Eðlilegt virðist því, að áfrýjun um frestsynjun verði ekki
skotið til Hæstaréttar, hvorki sjálfstætt né í sambandi
við aðalmál. Orðalag 17. gr. hrl. og sú almenna regla, að
áfrýjun er heimil, ef skýr fyrirmæli hanna ekki, mun þó
e. t. v. leiða til þess, að áfrýjun um frestsynjun sé heimil
í sambandi við aðalmál. Yafalaust mun hins vegar, að
henni verður ekki skotið til Hæstaréttar sjálfstætt. Hæsti-
réttur mun þó ekki hafa skorið úr um þetta efni.
k. „Réttarfarssektir“. Þessi kæruheimild nær til sekta
samkv. XIII. kafla eml. og samsvarar kæruheimild í 1. 1.
189. gr. þeirra laga. Hér er aðeins talað um réttarfars-
sektir en ekki aðrar agavaldsaðgerðir dómara, t. d. ákvörð-
un um að vísa manni úr þingsal, sbr. 1. 1. 39. gr., svipta
aðila eða umboðsmann málfrelsi, sbr. 112. gr., áminn-
ingu samkv. sama ákvæði og aðrar áminningar. Væntan-
lega verður víst að telja, að heimild til þess að kæra slikar
ákvarðanir verði ekki sótt í þennan lið. Hins vegar mun
mega kæra ákvörðun um sektir samkv. 2. 1. 39. gr., 2. 1.
131. gr. og 2. 1. 141. gr. Sektaákvörðun er þar að vísu
aðeins til vara, ef frumskyldunni er ekki sinnt, en eðlis-
rök mæla hins vegar með því að kæra sé heimil.
Um 2., 3. og 4. tl. 21. gr. Hér að framan var að því
vikið, að kæruleiðin er almenna reglan um málskot ákvarð-
ana skipta-, fógeta- og uppboðsréttar, en áfrýjun undan-
tekning. Þá hefur og verið á það bent, að einungis önnur
leiðin verður notuð í tilteknu falli, eða m. ö. o., ef áfrýjun
er heimil, verður ekki kært og gagnstætt. Ef litið er á
áfrýjunarheimildir samkv. þessum liðum, kemur í ljós,
Tímarit lögfræðinga
43