Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 10
eða fleiri“.1) Akvæðið er í samræmi við það, sem segir í Árna biskups sögu, að biskup hafi ekki viljað samþykkja þann kapitula i Jónsbók, sem sagði: „at einn var lögmaðr yfir lands lögum ok guðs lögum, hvárt sem konungr vildi lögmann hafa einn eðr fleiri“.2) Ég held, að ætla megi, að ákvæðið um það, að sá skyldi vera lögmaður, sem konungur skipaði til, hafi engan byr fengið við samþykkt Jónsbókarlaganna, og eðlilegt hefði verið, að jafnt lærðir sem leikir snerust gegn þvi. Þar bar margt til. Lögmannsembættið hefur t. d. eflaust verið í hugum landsmanna eins konar framhald af lög- sögumannsembættinu, sem Álþingi ráðstafaði. Störf lög- mannsins voru einnig svo innlends eðlis, að það var að öllu leyti heppilegra, að valinu i það réði aðili, sem öllum hérlendum málum var miklu kunnugri en konungur i fjarlægu landi. Lögmannsstarfinu var allt öðru vísi farið en hirðstjórastarfi. Hirðstjóri var beinn umboðsmaður konungs og gat ekki framkvæmt konungs vilja nema sam- band þeirra væri allnáið, og því gat varla verið um annað að ræða en að konungur réði honum einn. Samt sem áður gerðu landsmenn þær kröfur, að hirðstjórar væru af íslenzkum ættum. Landsmenn gátu borið fram þau rök, að langt væri að leita til konungs ef lögmaður félli frá, og því væri heppilegra, að innlendur aðili hefði frumkvæðið að því að ráðstafa embættinu, og einnig þau, að ef kon- ungur væri af einhverjum ástæðum ekki þess megnugur að taka sjálfur ákvörðun um skipun í svo mikilvægt embætti hér á landi, t. d. ef hann væri á barnsaldri, væri réttara, að hérlendur aðili ráðstafaði embættinu en þeir hinir erlendu, sem stjórnuðu i nafni konungs. Það er því að mínum dómi langeðlilegast að ætla, að í Jónsbókar- ákvæðum þeim, sem lögtekin voru hér á landi, hafi verið látið liggja milli hluta hver skipaði lögmenn, það hafi alla 8 !) Jónsbók, Kbh. 1904, bls. VI. 2) Biskupasögur, ísl. sagnaútg. Tímcirit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.