Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 55
kærandi ekki taka kæruna aftur, verður dómari þó að
afgreiða hana á þann hátt er segir í b) hér á eftir.
Ef kæra fullnægir ekki kröfum þeim, sem greindar eru
í 2. lið hér á undan, sbr. 23. og 24. gr. hrl., brýnir héraðs-
dómari fyrir kæranda að ganga frá henni lögum sam-
kvæmt.
I 26. gr. hrl. segir, að gagnaðili kæranda geti átt rétt á
því, að kærandi setji tryggingu fyrir tjóni eða óhagræði,
er kæra kann að baka gagnaðila, þó því aðeins að kæra
valdi frestun aðalmálsins og krafizt sé tryggingar Það
er og skilyrði, að dómari telji kæru á engum rökum reista.
Til tryggingar mundi einkum koma, ef kærandi sinnti
ekki bendingum dómara, sbr. 25. gr. hrl. Ef setja ber
tryggingu, skal það gert innan tveggja daga (sólarhringa)
frá þvi kæru er lýst. Þetta tímamark þarf nánari athug-
unar. Skylda kæranda til þess að setja tryggingu er bundin
tveim formskilyrðum.
1. Að krafa sé gerð um tryggingu og
2. Að dómari fallist á þá kröfu.
Það er því ákvörðun dómara, sem hér veltur á og kær-
anda er ekki skylt að bjóða tryggingu fyrr en dómari
hefur ákveðið að hún skuli sett og hve há. Orðin „frá
þvi kæru er lýst“ verða því ekki skýrð bókstaflega, þ. e.
ekki þannig að miða beri við það, er kæra barst dómara.
Virðist þá ekki annað tímamark koma til greina en það,
er dómari lýsir þeirri ákvörðun sinni, að kæran verði ekki
send áleiðis, fyrr en trygging sú, er hann telur hæfa, er
sett. Láti kærandi undir höfuð leggjast að setja tryggingu
innan tveggja daga frests frá þvi að hann vissi eða mátti
vita um ákvörðun dómara, afgreiðir dómari eigi skjölin
og aðalmálið fer leiðar sinnar. Þetta ákvæði er sett til
þess að sporna við tilefnislausum kærum, svo og til þess
að flýta kærumálum. Því verður og að ætla, að kærandi,
sem eigi setur þá tryggingu, er honum ber og á réttum
tíma, geti ekki fitjað upp á nýrri kæru, jafnvel þótt kæru-
frestur sé ekki liðinn, eða m. ö. o. glati kæruheimild sinni.
Tímarit lögfræðinga
53