Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 9
inar
v-Jh
yamaion,:
Athuganir á veitingu lögmanna-
embættanna eða kjöri í þau
Lömannsembættið var í um 500 ár eitt mikilvægasta
og áhrifamesta embættið i þjóðskipulagi okkar. Það er
þvi ekki úr vegi fyrir þá, sem vilja kynna sér sögu lands-
ins, að vita hvaða aðili ráðstafaði embættinu á hverjum
tíma, af því að það liggur engan veginn skýrt fyrir.
Lögmannsembættið er til orðið hér á landi með Járn-
síðu. Þegar Sturla Þórðarson kemur út með þá lögbók,
virðist konungur vera búinn að skipa hann í embættið
þegar hún yrði lögleidd. Jón Sigurðsson segir svo um
þetta í Lögsögumanntali og lögmanna: „ . .. þá mun kon-
ungi hafa þótt einsætt að fara því fram að nefna sjálfur
lögmanninn en gefa ekki þá kosningu í vald landsmönn-
um".1) Með þingskaparþætti Járnsíðu, sem er sagður hafa
verið lögtekinn 1271, hefur lögmannsembættið verið lög-
fest, hvort sem Alþingi hefur þá viðurkennt rétt konungs
til að ráðstafa því á eigin spýtur eða ekki.
Sennilegt tel ég, að Alþingi hafi ekki viljað viðurkenna
óskoraðan rétt konuhgs til að skipa lögmenn, og því sé
það, að engin bein ákvæði séu i Jónsbók um það hver
skuli skipa þá eða kjósa. I Jónsbókarútgáfu Ólafs Hall-
dórssonar eru ekki ákvæði, sem um lcjör lögmanna eða
skipun þeirra ræða, en útgefandinn getur þess í formál-
anum, að í tveimur hándritum af Jónsbók frá 16. öld
séu ákvæði er hljóði svo: „ ... sá skal lögmaður vera er
konungr skipar til, hvárt er hann vill at hann sé einn
x) Safn til sögu íslands II, bls. 41-
Tímarit lögfræðinga
7