Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 40
sama, þá hafi hér ekki orðið breyting frá fyrri reglum, enda er þess ekki getið í athugasemdum að til þess væri ætlazt. f. „Synjun að afla gagna fyrir dómi til tryggingar á sönnun og synjun um öflun gagna erlendis“. Þess er rétt að geta, að fyrirmynd 21. gr. hrl. er 287. gr. frv. til laga um meðferð einkamála i héraði, sem lagt var fyrir Alþingi 1955 og aftur 1961, en ekki hefur orðið að lögum. Frv. að gildandi hæstaréttarlögum var að ýmsu miðað við ofan- greint frv. frá 1955. 1 því frv. voru i XIII. kafla 188.—192. gr. ákvæði um öflun sönnunargagiia til tryggingar. Bein ákvæði um það efni voru ekki i lögum á sviði einkamála og vafasamt a. m. k., hvort slíkt var heimilt, því að ákvæði eml. um öflun gagna eru miðuð við ákveðið, þegar höfðað dómsmál. Hins vegar er það ljóst, að sú hætta er alltaf til, að sönnunargögn geti farið forgörðum eða töf á öflun þeirra geti gert hana torveldari síðar. Þeim, sem hagsmuna hefur að gæta, getur þvi verið mikilsvirði að sönnunargagna sé aflað áður en mál er höfðað. Öflun gagna fyrirfram getur og haft áhrif á, hvort mál skuli höfða eða ekki. Nokkur takmörk vei'ður þó að setja slíkri lieimild, m. a. þau, að dómari meti nauðsyn þá, sem talin er á vera, hagsmuni þá, sem í húfi eru o. fl. Erlendis eru slíkar heimildir viða í lögum. Af þeim ástæðum, sem hér hafa verið greindar, hefur umrætt ákvæði úr 188. gr. frv. verið tekið i 21. gr. hrl. og þar með lögfest, þótt óbeint sé, heimild til öflunar sönnunargagna til trygging- ar. Þau sönnunargögn, sem hér er um að ræða, geta verið skýrslur vitna, mats- og skoðunargerðir, skjöl o. fl. í þessum lið er einnig rætt um öflun gagna erlendis. Um það efni má að ýmsu vísa til þess, sem á undan var sagt. Ákvæði á þessu sviði voru í 193.—197. gr. frv. frá 1955, og þar settar ýmsar nánari reglur. Þótt hvorki þessi ávæði, né ákvæði 188.—192. gr., hafi verið lögfest, virðist mega hafa þau til hliðsjónar, að þvi leyti sem bein lagahoð eru því ekki til hindrunar. 38 Tímarit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.