Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 33
Um kæru til Hæstaréttar
í einkamálum
I. Kæruheimildir.
Um það má deila, hversu mörg dómstig þurfi til þess
að réttarfar sé viðunandi. Hins vegar verður ekki um það
deilt, að sjálfstætt ríki þrífst elcki nema þar sé einn æðsti
dómstóll, enda mundi réttareining eigi fást með öðru móti.
Heimildir til málskots hljóta þó að sæta nokkrum tak-
mörkunum. Yerður það efni ekki rætt hér nánar að öðru
en því, er snertir málskotsleiðir. Hefðbundin áfrýjun verð-
ur þó að mestu látin liggja milli hluta, en stuttlega vikið
að þeirri málskotsleið, sem nú er nefnd kæra, og þá eink-
um að þeim reglum sem lög nr. 57, 18/4 1962, fela í sér.
í 2. hefti XV. árg. þessa rits, bls. 78, var lítillega vikið
að þessu efni, en hér verður það nánar rætt.
Aður en 1. nr. 85, 23/6 1936, fengu gildi, var ekki um aðra
málskotsaðferð að ræða en áfrýjun, hvort sem skotið var til
æðra dóms úrskurði eðaöðrumslíkumdómsályktunumsér-
stölcum, að því leyti sem þess var kostur, eða dómi um efni
máls einum sér eða málsmeðferð allri eða af hluta. Sá, er t.
d. var svnjað um frest í máli, varð að biða með áfrýjun þess
úrskurðar, þar til dómur var fallinn í aðalmálinu, en þá
gat hann áfrýjað dómi og úrskurði saman og ef til vill
fengið dóm og málsmeðferð ómerkt frá því, er úrskurður
um frestinn var uppkveðinn. Þetta þótti valda aðilum
bæði tímatöf og kostnaði. Með lögum nr. 19/1924 IV.
kafla, var lögleidd ný málskotsaðferð, er skjóta þurfti til
æðra réttar ákvörðunum skiptaréttar um nauðasamninga.
Þessi málskotsaðferð var að vísu nefnd áfrýjun, en henni
Timarit lögfræðinga
31