Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 16
íslenzkum bændum hafi ekki þótt neinn standa nær því
en Alþingi að ráðstafa lögmannsembættum hér á landi,
þegar konungur var þess ekki megnugur að ráðstafa þeim
sjálfur. Það hlýtur að hafa verið í þeirra augum persóna
konungsins, sem valdið hafði hér á landi, en ekki þeir
erlendir menn, sem fóru með umboð ómyndugs konungs.
Meðan myndugur konungur gat ekki ráðið málum hér á
landi, tel ég að svo hljóti að hafa verið litið á á þessum
timum, að þá væri valdið til að skipa lögmenn óskorað í
höndum Alþingis. Þessi ályktun byggist m. a. á því, að
á þessum timum og raunar lengi síðan er ekki skipulegt
konungsemijættismannalið til, er réði málum í ríkinu í
umboði hans og sinntu þeim hvernig sem á stóð fyrir
persónu konungsins. Það var fremur losaralegur hópur,
sem konungur hafði i kringum sig á þessum tímum, og
ef persónu konungsins ekki naut við til þess að ráða mál-
um manna hérlendis, er varla hægt að hugsa sér, að odd-
vitum íslendinga, sem auðvitað þekktu til allra stjórnar-
hátta í Noregi, liafi nokkurn tíma dottið í hug, að aðrir
en þeir sjálfir réðu, þegar þannig stóð á. Ég hygg, að það
sé þessi hugsunarháttur, sem lýsir sér í frásögn Flateyjar-
annáls við árið 1387, er hann segir svo: „ . . . utkuoma
Eireks Gudmundarsonar med hirdstiorn ok Narfa Sveins-
sonar med lögsögn yfir haalft land, skipadir baadir af
Ogmundi drozseta, ok þotti þat nylunda .. .“.1) Nýlundan
er sú, að norskur embættismaðíir konungs skipar lögmenn
á Islandi í stað þess að konungur gerir það í eigin persónu.
A þessum árum stjórnaði Margrét drottning Valdimars-
dóttir í nafni Ölafs konungs sonar síns og skapaði meiri
festu í stjórnina en lengi á undan hafði verið. Hún sat
oftast sunnar í ríki sínu en í Noregi og varð því að hafa
umboðsríkan mann þar í sinn stað. En þessa skipun hafa
Islendingar sætt sig við, enda má vel vera, að Narf'i liafi
*) G. Storm. ísl. ann., bls. 415.
14
Tímarit lögfræðinga