Tímarit lögfræðinga - 01.01.1966, Blaðsíða 37
mál niður eða frávisa því. Samkvæmt eldri reglum, sbr.
3. og 4. 1. 108. gr. eml. mátti lcæra synjun dómara um frá-
vísun, sbr. m. a. Hrd. XXV-111 og 310, og dómi, er vísaði
máli frá, varð aðeins haggað með kæru, sbr. t. d. Hrd.
XXV-601. Samkvæmt enn eldri lögum, þ. e. tilsk. 17/5
1690, eins og hún var skýrð, var hins vegar ekki heimilt
að áfrýja sérstaklega synjun dómara um frávisun, því að
þá var um að ræða atriði, er síðari málsmeðferð valt á.
Með hrl. var að verulegu levti horfið að sjónarmiðum tilsk.
1690, og kæruheimildir mjög þrengdar. Það viðhorf, svo
og orðalag ákvæðisins, benda eindregið til þess, að skýra
beri greint ákvæði b-liðs 21. gr. hrl. þröngt og þá á þann
veg, að synjun dómara um frávísun verði ekki kærð. Sú
er og skoðun Hæstaréttar, sbr. Hrd. XXXIV-295.
Um það má deila, hvort þessi regla er alls kostar heppi-
leg. Ef máli er vísað frá héraðsdómi, er oftast opin leið
til þess að bæta úr göllum, er til frávísunar leiddu og höfða
nýtt mál. Virðist það þá einfaldari, fljótfarnari og kostn-
aðarminni leið. Málskot getur þó stundum verið nauðsyn-
legt, t. d. ef máli er visað frá sarnkv. 66., 68., 196. gr. 2. 1.
o. fl. Er þannig stendur á, virðist kæruheimild bezt hæfa.
Því má segja, að kæruheimild eigi rétt á sér um frávísun-
ardóma. Henni ber þó að beita hóflega og veita aðilum
aðhald, m. a. með þvi að leggja á þá ríflegan málskostnað
eða beita vítum eða sektum, ef efni standa til.
Skortur á heimild til þess að kæra synjun dómara um
frávísun er hins vegar varhugaverð. Að vísu gæti slík
heimild orðið til þess að tefja mál, en hins vegar er það
almenn réttarfarsregla að skera ber úr um formhlið máls,
áður en efni þess er tekið til athugunar, sbr. 108. gr. eml.
og 48. gr. hrl. Þessi regla miðar að því, að ekki sé eytt
tíma og fyrirhöfn til athugunar á efni mála, er síðar kann
að verða vísað frá. Því virðist rétt að heimild sé til kæru
úrskurðar, er synjar um frávísun, enda mundi hún sporna
við því að mál tefjist vegna þess að tilgangslaus vinna sé
unnin.
Tímarit lugfrœðinga
35