Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Page 8
MAGNÚS THORLACIUS Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaSur andaðist í Reykjavík 28. desember 1978. Hann var fæddur að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd 19. nóvember 1905, sonur prestsins þar, Einars prófasts Thorlacius Þorsteinssonar Einarssonar Thorlacius á Öxnafelli. Kona séra Einars og móðir Magnúsar var Jóhanna Aðal- björg Benjamínsdóttir Jónssonar á Stekkjaflöt- um í Eyjafirði. Stóðu þannig að Magnúsi sterkar eyfirskar ættir. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1924 og lauk lög- fræðiprófi í júní 1929, hvort tveggja með góðri 1. einkunn. Þá um haustið opnaði hann mál- flutningsskrifstofu í Reykjavík og rak hana til dauðadags. Hann varð hæstaréttarlögmaður í febrúar 1942. Magnús varð í æsku fyrir miklum heilsufarslegum áföllum, sem mörgum hefði dugað til aldurtila, en Magnús sigraði. Þetta varð hins vegar þess vald- andi, að hann náði ekki þeirri líkamlegu reisn, sem hann var borinn til. En hann lét aldrei deigan síga, og andlegri reisn sinni hélt hann til æviloka, enda duldist engum, að þar sem Magnús var, þar fór kynborinn maður. Ekki er vafi á, að sjúkdómsraunir æskuáranna hafa haft djúpstæð áhrif á skapgerð Magnúsar og gjört hann að þeim mikla baráttumanni, sem hann síðar reyndist í starfi, manni sem hélt fast á sínum málstað og ógjarnan lét hlut sinn fyrir öðrum. Þessi eigind hans aflaði honum trausts og virðingar bæði viðskiptamanna hans og stéttarbræðra, sem kjöru hann formann síns stéttarfélags um margra ára skeið. Magnús var fagurkeri, unnandi góðra bókmennta og lista almennt og þá sérstaklega góðrar tónlistar. Utan starfsins var hann ræðinn og margfróður, stilltur vel, en gat verið hóflega gamansamur. Hann var talinn góður mála- maður og lagði sérstaka rækt við móðurmálið, jafnt í riti og f ræðustól. En einnig lagði hann mikla stund á franska tungu og varð löggiltur túlkur og skjalaþýðandi á því máli. Af þeim sökum hlaut hann 1955 Médaille des Affaires étrangéres frá hinu franska ríki. Hinn 8. júní 1957 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Jóhönnu Fossberg, dóttur Gunnlaugs kaupmanns Fossbergs af skaftfellskum ættum, og konu hans, Jóhönnu, dóttur Bjarna Thorarensen skipstjóra og síðar hafnsögumanns í Stykkishólmi. Þau eignuðust 3 börn, Einar Örn, Jóhönnu Margréti og Önnu Rögnu. Sonurinn stundar nú laganám og býr sig þannig undir að feta í fót- spor föður síns. Magnús var í makavali sínu mikill lánsmaður. Þau tímamót urðu honum líkt og þegar vel vorar eftir harðan vetur. Blessuð sé minning góðs vinar. Ólafur Þorgrímsson. 178

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.