Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Síða 9
Arnmundur Backman hdl.:
UM VERKFALLSRÉTT Á ÍSLANDI
Það sem mér er ætlað að ræða um hér, ber yfirskriftina „Hvar eru
mörkin milli lögmætra og ólögmætra verkfallsaðgerða skv. II. kafla
1. nr. 80/1938?“
Nú er það svo, að vinnulöggjöfin sjálf gefur aðeins í höfuðatriðum
upp mörkin milli löglegra og ólöglegra verkfalla. Samkvæmt henni
gilda ákveðnar reglur um, hvernig ákvörðun um verkföll skuli tekin, um
boðun þeirra og hvenær verkfalli megi ekki beita í vinnudeilum. Sé
vikið út af forskrift vinnulöggjafarinnar í þeim efnum, verða verk-
föll auðvitað ólögleg.
Vandinn er hins vegar sá, að vinnulöggjöfin er í öllum aðalatriðum
bundin við kjaradeilur, gerð kjarasamninga og vei'kföll í slíkum deil-
um. Af vinnulöggjöfinni verður hinsvegar ekki ráðið, hversu víðtækur
verkfallsréttur er hér á landi, þegar hinni eiginlegu kjaradeilu sleppir.
Af vinnulöggjöfinni verður ekki heldur ráðið, að hve miklu leyti það
sé á valdi stéttarfélaganna sjálfra að framkvæma verkföll eftir sínu
höfði. Af henni verður hvorki ráðið hvað sé verkfall né hver sé réttur
stéttarfélaganna, þegar vinnulöggjöfinni sleppir.
Það eru þessi atriði, sem deilum hafa valdið og umræðum á undan-
förnum árum, einmitt vegna þess að verkalýðshreyfingin hefur á
þessum tíma tileinkað sér nýjar og breyttar baráttuaðferðir.
Vegna þess að viðhorf og aðferðir taka stöðugt breytingum í þess-
um efnum sem öðrum, treysti ég mér ekki til að draga ákveðin mörk
milli lögmætra og ólögmætra verkfalla í skilningi vinnulöggjafar, held-
ur mun ég leitast við að draga fram þau atriði, sem ég tel skipta
mestu máli og hafa verður í huga, þegar þau mörk eru dregin.
Við skulum hafa það í huga, að vinnulöggjöf okkar er í verulegum
atriðum sama efnis og vinnulöggjöf Norégs og Svíþjóðar og vinnu-
réttur Danmerkur. I Noregi og Svíþjóð er sá skilningur ríkjandi, að
179