Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Qupperneq 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1978, Qupperneq 12
Þess vegna eru allar aðrar aðferðir en þar greinir löglausar. Sam- kvæmt því hefur hvorki félagsstj órn stéttarfélags, aðalfundur né fé- lagsfundur heimild til að taka ákvörðun um verkfall. Því síður hefur samninganefnd á végum Alþýðusambands íslands heimild til að boða til verkfalla hjá stéttarfélögum upp á sitt eindæmi, þótt hún hafi umboð til þess að semja fyrir hönd þeirra. Til þess að í slíku samn- ingaumboði geti falist réttur til að boða til verlcfalla, verða stéttar- félög að gefa samninganefndinni verkfallsumboð sérstaklega, eftir að hafa aflað sér verkfallsheimildar með löglegum hætti. Forskrift 15. greinar er auðvitað til þess fallin að tryggja, að greini- legur vilji stéttarfélagsins komi fram og ráði ferðinni við svo afdrifa- ríkar ákvarðanir sem boðun verkfalls. En fram yfir ákvæði lagagrein- arinnar ná skyldur stéttarfélagsins ekki. Þess vegna hljóta reglur um innri málefni stéttarfélaganna að ráða, þegar annað er ekki tekið fram í lögunum. Ef lög félags fela trúnaðarmannaráði vald til verkfallsboð- unar, er það á valdi félagsins hvernig til trúnaðarmannaráðsins er stofnað og hversu stórt það er sbr. Fél. II. bls. 78. Lögmætur verður trúnaðarmannaráðsfundur að vera samkvæmt félagslögum, en þar ráða síðan % hlutai’ greiddra atkvæða úrslitum um verkfall. Hins vegar er framkvæmd mála yfirleitt sú, að trúnaðarmannaráð tekur ákvörðun um verkfall að undangenginni áskorun félagsfundar. Boðun verkfalls I öðru lagi ber að tilkynna verkfall með lögformlegum hætti. Ákvörðun um vinnustöðvun til að knýja fram breytingu eða ákvörð- un um kaup og kjör ber samkvæmt 16. grein vinnulöggjafarinnar að tilkynna bæði sáttasemjara og þeim, sem hún beinist aðallega að, 7 sólarhringum áður en hún á að hefjast. Þessi lagagrein er óundanþæg eins og 15. gr. Ekki er það eitt nægilegt að póstleggja slíkar tilkynn- ingar innan frestsins, og því síður yrði það talið nægilegt að boða almennt til verkfalls í götuauglýsingu, sbr. Félagsdóm frá árinu 1949 (Fd. III, 125). Verkfallsboðun verður auðvitað að bera með sér öll atriði, sem máli skipta, svo sem hvenær verkfall eigi að hefjast, hverjir séu verkfallsboðendur og gegn hverjum vei'kfallinu sé beint. Stéttar- félag, sem hyggur á verkfallsaðgerðir, hefur það í hendi sér að gera verkfallsboðunina þannig úr garði, að þessi atriði séu ljós og verður því að bera hallann af öllum vafaatriðum í þeim efnum. I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því, að samkvæmt 16. gr. vinnulöggjafarinnar ber aðeins að tilkynna með 7 sólarhringa fyr- 182

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.